Andvari - 01.01.1880, Síða 173
og tímatal.
167
þó það orð sé nú rangskilið eða rangskrifað sum-
staðar.
Eg skj'ldi ei hafa tekið þetta svo rnjög fram, ef
það ei væri því til stuðnings, sem hér er aðaltilgangrinn,
en hann er, að sýna merkilegan skyldleika inilii hins
elzta ártals vors og fornárs Egypta. En allt, sem aðþví
lýtr, að sanna slíkan skyldleika meðal liugmynda forn-
þjóðanna í fleiru, enn einu, gerir það og auðskiljanlegra,
hvernig á hinu geti staðið, og skal eg því enn taka
nokkur atriði fram, er til þess mega verða og áðr hefir
að eins verið drepið á. fað var sýnt í fyrsta kafla
þessarar ritgjörðar, að hin merkilega tala 432,000, er
var undirstaða heimsaldrstals Babylonsmanna og þó
upprunalega dregin af hinni eldri tölu Egypta 36,000,
hafði síðan farið víðar og enn t. a. m. aukizt og marg-
faldast með Indverjum. En það, sem merkilegast er
fyrir oss, er þó hitt, að hún kemr einnig fram í hinum
elztþi fornkvæðum vorum. í Grímnismálum (23 og 24)
segir svo:
(iFimm hundruð dyra
ok um fj órum togum
svá hygg ek at Valliöllu vera:
átt.a hundruð einherja
ganga senn úr einum durum
þá er þeir fara við vitni at vega.
Fimm liundruð gólfa
ok um fjórum togum
svá hygg ek Bilskirni með bugum:
ranna þeirra,
er ek rept vita,
míns veit ek mest, magar».
Hér er Óðinn látinn telja þær jafnstórar, höll sína
og J>órs sonar síns, en það er þó eptirtekta verðast, er
hann segir um mannfjöldann í Vallhöll, er þangað skyldi