Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 175
og tíraatal.
169
Telí menn nú svo hér, og það er undirstaða allrar
tötunnar, þá verða «halir fjórtaldir» hið sama sem stórt
hundrað eða 120 manns, og er það auðsjáanlega tekið
fram af ásettu ráði til aðskilnaðar frá tírœðu tali.
Veiða á þenna hátt 1560 í hverri þúsund, en það 5
sinnum gerir 7800 í fylki hverju, og það 60 sinnum
gerir allan herinn að 468,000 manna. Gætimenn nú
þess, sem rétt er og bæði Egta og önnur fornrit sanna,
að í her var talinn einn sveitarhöfðingi yfir hverjum
12 liðsmönnum, þá verða hér alls 36,000 sveitarhöfð-
ingjar, en liðsmenn eptir eiumitt 432,000. Er það
auðsjáanlegt, þó enginn hafi eptir því tokið, að þessar
tölur eru ei settar af tilviljan einni, lieldr af miklu viti
og þekkingu á fornum hugmyndum, og er það því
merkilegra, að hér skuli einmitt koma fram sömu
tölurnar báðar, sem svo miklu réðu á Egyptalandi og í
Babylon. Margt væri hér enn við að atliuga1), en rúmið
leyfir ei fleira að sinni.
þess hefir verið getið, að tilgangrinn væri hér
einkum, að sýna skyldleika milli hins forna ártals
íslcndinga og Egypta. fessi skyldleiki er og svo í
augum uppi, að margir liafa eptir honum tekið, en
’) Saxo (útg. 1839, vol. I., bls. 237) liefir t. a. m. líkt tal
uni Húnalier, er íór nióti Fróða friðgóða og Eireki málspaka
bœði landveg og á skipum. Landher Húna segir hann
36,000 jarla með raerkjum (og undir hverju raerki 360 manns?)
en skipaher Eylima, móðurfoður Sigurðar Fofnisbana, 36,000
skip og 360 manns á hverju, ef tylftatali er fylgt. Verðr
talan hér svo geysirnikil og langtum meiri enn í Heiðreks-
sögu, jafnvel þó «halir fjórtaldir■ væri skilið sem 480, að
Saxo verðr lier annaðhvort að liafa misskilið fornvísur l>ær,
er hann fór eptir, eða ástœðan er önnur og dýpri, ])ó her
verði nú ei betr frá því sagt. Undirstöðutalan vcrðr þó æ
hin sama, og svo er og um það, að það sýnir skyldugleika
hugmyndanna, þó sumar þjóðir hafi hina sömu tölu til að
byggja á heimsaldrstal, er aðrar hafa til manntals.