Andvari - 01.01.1880, Síða 176
170
Um aldatal
hvernig á honum standi, hefir enginn sýnt. Svo allt
verði þeim mun ljósara, skal eg strax setja hér mánaða-
og ártal Egypta í heilu lagi, og það því fremr, sem eg
ei man tii, að eg hafi nokkurstaðar séð það prentað áðr
á íslenzku. En hafi menn það fyrir augum, þá getr
hver sjálfr síðan dœmt um. Mánuðir Egypta vóru, sem
opt hefir verið sagt, 12 og þrítugnættir, en 5 aukadagar
fylgdu æfinlega síðasta mánuðinum. Artalið ailt verðr
því með þessu móti:
1. Þoþ............. 30 dagar,
2. Faófí .. .*..... 30 —
3. Aþýr............ 30 —
4. Choiak.......... 30 —
5. Týbí............ 30 -
6. M e c h í r..... 30 —
7. Famenoþ........ 30 —
8. Farmúþí......... 30 —
9. P a c h ó n..... 30 —
10. Paýní........... 30 —
11. Epífí........... 30 —
12. Mesórí.......... 30 —
Aukadagar...... 5 —
Árið allt................. 365 dagar.
Sem áðr hefir verið sýnt, hófst ár þetta uppruna-
iega um sumarsólstöður, en mánuðunum þokaði síðan
svo fram, að 139 e. Ivr. bar 1. poþ upp á réttan 20.
júlí, einmitt í sama mund, sem vort ár hefst með
Heyönnum. Sú breyting var að vísu áðr orðin, ei með
Egyptum sjálfum, en með Grikkjum í Alexandríu, er
að öðru leyti notuðu ártal þeirra óbreytt, að þeir höfðu
hætt við hið hreifanlega ár og fest upphaf ársins við 31.
ágúst, sem æ hélzt svo síðan. þ>að árs upphaf er því
og æfinlega haft, í ársskrám þeim, er Alexandríumenn
sömdu kvrkjunnar vegna löngu síðar, en rúmið leyfir ei