Andvari - 01.01.1880, Side 179
og tímatal.
173
í>orra‘)? Beda segir og að Engilsaxar hafi í heiðni haft
tunglmánuði og leiðrétt ár sitt með því við og við að
bœta við einum mánuði, er þá varð hinn 13. og fylgdi
síðasta sumarmánuði, en ártal Engilsaxa hefir hann svo:
Januarius.......... yEftera Geola.
Februarius......... Solmónað.
Martius............ Hreðmónað.
Aprilis............ Eosturmónað.
Majus.............. primilki.
Junius............. Ærra Líða.
Julius............. Æftera Líða.
Augustus........... Veoðmónað.
September.......... Hálegmónað.
October............ Vinterfylleð.
November........... Blótmónað.
December........... Forma Geola.
Af þessu má sjá, hversu mjög allt her, þó mánaða-
nöfnin séu önnur, á skylt við mál vort og hugmyndir,
ei að eins «Geola», sem er hið sama sem «jól», um
tvo miðsvetrarmánuði, heldr og einnig «Líða», er og
var nafn á tveim mánuðum, því það eru einmitt þeir
tveir miðsumarsmánuðir, er menn vóru í <•] eiðangrum»
og "leiðarþingo vóru haldin. Kemr líkt og fram í
') það'er í Hák. s. góða, k. 15, að þetta segir, og hefðu þá
liin fornu •iól' verið sama sem «þorrablót«. En það er ei
líklegt, að svo hafi verið, því mánaðanöfn Engilsaxa (og
Gotna) benda til liins gagnstœða, og mnn Hákon að eins
hafa fengið heiðna menn í Noregi til að flytia jólahald sitt
og þorrablót saman að þeim tíina, er kristinna manna jól
þá vóru haldin, en það samsvaraði þá (c. 948 e. Kr.) sökum
árskakkans síðan að rétt var 45 f. Iír„ her um bil l.janúar
nú. Var þetta því lítil timabreyting þá, en gat þó vel hjá
seiuni tíðar mönnum valdið þcim misskilningi að *jól> og
• þorrablót* hefðu einnig verið hið sama í sjálfri heiðni.