Andvari - 01.01.1880, Page 181
og tímatal.
175
8, Anþesterión. 9, Elafebolión. 10, Múny-
chión. 11, |»argelion. 12, Skiroforíón. Við
hugmyndir vorar á það meðal annars skylt í þessum
nöfnum, að þargelión var sem optast næst á undan
sumarsólhvörfum og helgaðr Apollóni, rétt eins og
Skerpla hjá oss var mánuðr Baldrs; Anþesterión
merkir «blómmánuðr» og svarar hér um bil til Góu,
en þá er það eptirtektavert, að við hana hefir einnig
verið kennd fyrsta grœnkun að nýju eptir vetrinn,
eins og hið forna orð «góobeitlar» sýnir. fegar ár
skyldi auka var Poseideón, er næst svarar til
Mörsugs, tvítalinn og þá 13 mánuðir í árinu. Tal
og aðferð Babylonsmanna er mjög hið sama, en mánaða-
nöfn þeirra, er Gyðingar enn hafa, eru þessi: 1) Nísan.
2) Ijar. 3) Sívan. 4) þamús. 5) Ab. 6) Elúl.
7) í>ischrí. 8) Marschesvan. 9) Kislev. 10)
Tebeþ. 11) Schebat. 12) Adar. Ar sitt juku þeir
sem Grikkir með heilum tunglmánuði í senn, og fylgdi
hann æ síðasta mánuði ársins eða var að eins hann tví-
tekinu og því kallaðr Veadar eða og-Adar, þ. e.
annar Adar. Gyðingar hefja nú ár sitt, eiginlega
kyrkjuárið, með þíschrí um liaust, en Babylonsmcnn og
allar aðrar semitiskar þjóðir hófu sitt um vor með
Nísan, er og merkir «blóinmánuðr» og her um bil
svarar til Einmánaðar hjá oss eða Apiíls. Var það
bundið við þá hugmynd þeirra, er og var algeng með
Grikkjum og Rómverjum, að á vori hefði veröldin fyrst
verið sköpuð, eins og allt fer þá fyrst að spretta enn.
Enginn hefir lýst þessu betr enn Virgill (Georg. II,
338 osfrv.), og til er enn líka annað miklu yngra
latínskt kvæði, Pervigilium Veneris, þar sem sama hugs-
anin er tekin fram með mestu fegurð og aili. Jul.
Cæsar haíði talið jafndœgr á vori 25. marts, og við
þann dag vóru því einkum luigmyndir þessar bundnar,
er enn koma mjög fram hjá kyrkjulegum tímatals höf-