Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 182
176
Um aldatal
uiidum, er áðr hefir verið getið. paðan var það komið,
að teija boðunardag Mariu 25. marts og páskadaginn
fyrsta sunnudag eptir fullt vortungl. «Hver dagr gat
verið hœfari til upprisu Krists, enn sá, er sólin hóf að
skína og tunglið fyrst varfullt?» segir Victoríus (sbr.
L. Ideler, Handb. II, 279). Sama hugmyndin er eignuð
Sæmundi fróðaí fornriti einu íslenzku (sbr. Is 1 en z kt
Fornbréfasafn I, 503), þar sem svo segir: «í upphaíi
heims sagði Sæmundr prestr, at sól nýsköpuð rynni
upp í austri miðju og tungl fullt á aptni„. Er ei
ólíklegt, að Sæmundr hafi haft þessa kenningu frá ein-
liverjum af þeim tímatalshöfundum, er getið hefir verið
að framan, og sést enn af því meðal annars, hversu
óhætt mun vera að telja hann einna mestan frumkvöðul
að því, að koma þessum fróðleik sunnan að inn á ís-
landi. £>að var hinu kyrkjulegi fróðleikr, sem hann
einkum mun hafa elit þar, enn hann hafði það fram yíir
stallbrœðr sína suðr frá, að hann kunni ei síðr að meta
eða þekkti til norrœns fróðleiks í heiðni og kunni óefað
vel að sjá, hver skyldleiki bér er á meðal svo margs, er
ijarstœtt sýnist í fyrsta bragði.
Af öllum þeim ártölum, er nú liafa verið nefnd, er
ekkert eins skylt hinu íslenzka og ár Egypta. Enn til
er þó enn eitt, sem hið sama má segja um, en það er
ár Persa hinna fornu. Ársskipan þeirra er alveg
hin sama sem Egypta, að því undanteknu hvernig ár var
leiðrétt, og þeir töldu eins og Egyptar, að rétt sólarár
væri ‘/4 dags lengra enn 365 daga. Kann og vel að
vera, að ártal þeirra sé líka upprunalega frá Persum komið,
því Persar réðu Egyptalandi frá 525—332 f. kr. og höfðu
því nógan fíma til að kynna sér liáttu þar og fróðleik.
þó má og vera, að ártal þeirra sé miklu eldra, og það
halda Persar sjálfir, en þá ber og allt að sameiginlegum
eldra brunni, því frá Persum eða nábúum þeirra
strax fyrir norðan, ef ei einmitt úr sama stað