Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 189
og tímatal.
183
mána. PJptir stjömuxn og gangi himintungla tóku fom-
menn og mjög nákvæmlega, og þurfti þess og við, þar
sem þeir vóru hinir mestu siglingamenn og farmenn.
Yóru höfðingjarnir sjálfir ei sízt fróðir um allt slíkt, eins
og enn sést af Sturlungu (X, 1), þar sem segir um Gizor
jarl, að hann á síðustu ferð sinni til íslands (1258) haíi
sjálfr «haft mjök leiðsögu í hafinu». Sanna það
og stjörnunöfn forn, er ei eru frá Grikkjum eða Itóm-
verjum komin, að menn haíi sjálfir auðkennt þær á sinn
hátt á Norðrlöndum í heiðni. «Björn» og «Vagn» á
himni er alkunnugt, og kemr það þegar fyrir í vísu
Orms Barreyjarskálds um landnámstíð, en svo kölluðu
og aðrar þjóðir. «þjarsa augu» og «Örvandils tá» er
aptr alveg eiginlegt forfeðrum vorum og eins «Æta» og
«tJlfskjaptr» um stjörnuflokk einhvem1). En merkilegast
af öllu er þó «Lokabrenna» um lmndastjörnuna, því
það bendir til, að líkar hugmyndir hafl og verið á Norðr-
löndum í heiðni um samband hennar við upphaf heims
og enda sem um Siríus og Sóþis með Suðrþjóðum2).
') Smbr. Konr. Gíslason, Pröver o. s. frv., bls. 477.
2) Kptir persnesku fornriti, ■Bundehesh» cap. 31 (útg. N. L.
Westergaard, Kpmh. 1851) veldr j>að að lokum heims-
bruna, að stjarnan «Gurzscher» felir ofan á jörðina og
setr allt í bál og brand. Stjarna þessi er eiginlega jötunn í
fjötrum eins og Loki eða hundrinn Garmr, sem sól og máni
og aðrar stjörnur þangað til liafa haft i varðhaldi, en nú
losnar. Er auðsætt, hversu náskylt þetta á við forntrú vora,
eins og hún kemr fram í Völuspá, þar sem síðasti kaflinn
um ragnarök hefst með og æ hefir eins og viðkvæði
þetta stef:
• Geyr Garmr mjök
fyrir Gnýpa-helli,
festr mun slitna,
en freki renna».
Stendr hér enn alveg eins á og um ártaiið og einheija-tal,
að persneska hugmyndin eða frásögnin er líkust því, sem