Andvari - 01.01.1880, Side 191
og tímatal.
185
En hverir fyrstir hafi ritað nokkuð um rím á íslenzku
verðr nú varla sagt. ÍKímbeglu eru neíndir Stjörnu-
OddiogBjarni Bergþórsson hinn talvísi prestr,
en lítið vita menn um þá. Oddi var Helgason og
hélt til í Múla í Reykjadal fyrir norðan og mun hafa
verið uppi seint á 11. öld. Er ei ólíklegt hann hafi
verið sömu ættar og Styrkárr Oddason lögsögumaðr, er
þar bjó síðan, eðr af ætt Odda Grímssonar í Höfða og
skyldr Ljósvetningum og Reykdœlum; en ekkert mun
hann hafa ritað, í hæsta lagi kveðið kvæði og þar sagt
frá ártali sínu og eptirtekt á stjörnum, sem al)t mun
hafa verið merkilegt og ágætt. Bjarni Bergþórsson
er sá, sem annálar telja dáinn 1173, og mun hann hafa
verið Húnvetningr, að öllum líkindum son Bergþórs
Hrafnssonar lögsögumanns og skyldr Hafliða Márssýni.
Er líklegt hann hafi einna fyrst ritað um rímtal, og
mun hans fróðleikr síðan mest hafa lent á pingeyrum.
Samtíða honum var annar fróðleiksmaðr, Bjarnhéð-
inn Sigurðsson, er dó sama árið cg þegar er getið í
prestatali Ara 1143; faðir Sigurðar var Jósteinn, er
verið hefir son Starkaðar, bróður Brennu-Flosa. Var
hann því frændi samaldra síns, Helga Starkaðarsonar
prests í sama prestatali, og hafa þeir frændr búið í
Vestr-Skaptafellssýslu, að líkindum á Kyrkjubœ. Vóru
mikil venzl miili Kyrkjubœjarmanna og Reykdœla1) fyrir
') Af œtt Reykdœla var Bergr ábóti Sokkagon á Múka-
þverá, fróðleiksmaðr mesti. það er meiningarlaus breyting
frá handritinu í útg. af Landnámu (1843, bls. 357), þar
sem segir í hinu ágæta ættartölubroti (eptir Berg ábóta
sjálfan?) um Sokka Steinþórsson, að hann hafi verið
• föðurbróðir Steinþórs ok Bergs» o. s. frv., því þar á ein-
miðt að standa: «faðir bróður (þ. e. munks) Steinþórs ok
Bergs ábóta ok Halldórs ok Gríms». Svo stendr og í hand-
ritinu, en útg. hefir einhvern veginn misskilið það sem vel
gat orðið.