Andvari - 01.01.1880, Síða 192
186
Um aldatal
norðan, svo þeim hefir öllum verið vel kunnugt tal
Stjörnu-Odda. Má því og álíta, að lrans fróðleikr haíi
síðast lent bæði á Múkaþverá og í Kyrkjubœjar og
|>ykkvabœjar klaustrum, en í þ>ykkvabœ var Brandr
Jónsson, er síðan varð biskup á Hólum, fyrst ábóti,
hinn mesti fróðleiksmaðr. Eru nú taldar nokkurar líkur
til, bvaðan rímtal fyrst muni hafa dreifzt um Ísland,
helzt að sunnan og norðan. Mætti þó og mörgu enn
við bœta, ef rúm og tími leyfði, og allt væri fullrann-
sakað áðr.
III. Um ntferðarár Ingólfi Iiið síðara
«8 uppliaf' Íslands byggðar.
Af því hinir kaflarnir hafa orðið lengri, enn til
var ætlazt, verðr hér að fara mjög stuttlega yfir hinn
síðasta. Vona eg þó það muni nœgja til þess að sýna,
hvernig á málinu stendr í upphaíi.
Ari fróði segirsvo í íslendingabók (k. 1); «ísland
bygþisc fyrst ór Norvegi á dögum Haralds ens hárfagra,
Hálfdanarsonar ens svarta, í þann tíþ, at ætlon oc tölo
þeirra Teits, fóstra míns, þess manns, es ec kunna
spacastan, sonar ísleifs byskops, oc forkels föþorbróþor
míns, Gellissonar, es langt munþi fram, oc forríþar
Snorradóttor goþa, es bæþi vas margspök oc óljúgfróþ,
es ívar Kagnars son loþbrókar lét drepa Eadmund enn
helga Engla conung. En þat vas dccclxx vetrom eptir
burþ Crists, at því es ritiþ es í sögo hans. Ingólfr hét
maþr norrœnn, es sannliga es sagt at fœri fyrst þaþan
til íslands, þá es Haraldr enn hárfagri vas XVI vetra
gamall, en í annat sinn fám vetrom síþar; liann bygþi
suþr í Raikjarvík; þar es Ingóifshöfþe kallaþr fyr austan
Minþacsairi, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfs-
fell fyr vestan Ölfossá, es hann lagþi sína eigoásíþan».
Hér er allt svo ljóst sem vera má, því dauðaár Ját-