Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 194
188
Um aldatal
fagra og um orsökina til þess, að Ingólfr varð að fara
burt úr Noregi. Öllum áreiðanlegum sögumönnum ber
saman um, að Haraldr hafi orðið áttrœðr og tveimr
eða þremr árum betr, því eins árs skakki gat þó vel orðið
í talinu, er menn vissu ei með vissu, livort hann var
fœddr um sumar eða vetr, fyrir eða eptir jól eða nýjár.
Flest lýtr þó að, að hann liafi verið fœddr einmitt 850
e. Kr., og við það stendr heima það, sem sagt er, að
hann hafi tekið ríki tíu ára gamall 860. Er þessa svo
nákvæmlega gætt, að í langfeðgatali, er Árni Magnússson
skrifaði eptir (sbr. bréf hans til Jpormóðar Torfasonar í
Jóns Eiríkssonar «Jón Loptsöns Encomiastn, bls. 61). er
þannig frá þvísagt: «Hann var fyrstr einvaldskonungr
yfir Noregi, þá liðit var frá holdgun guðs 860 ára, á
fyrsta ári sólaldar, en á sétta ári tunglaldar, en af upp-
hafi gömlu aldar 253 ár. J>etta var upphaf ríkis Har-
ralds hárfagra, þá var hann 10 vetra*. Ari segir nú,
að Haraldr hafi verið 16 vetra, er Ingólfr fyrst fór til
Islands og verðr það þá 866 eða heldr, sem sýnist
að tali Ara, 867. En í annað sinn segir hann Ingólf
hafa farið fám vetrum síðar, og orðar hér ei nákvæmar
enn svo, nema rangskrifað sé «fám» í stað «þrem», því
það verðr hann þó að hafa haldið, er hann taldi þá
útferð hans 870 sem sýnt hefir verið. Gat það
lieldr ei verið seinna, því það er kunnugt bæði af Land-
námu og Flóamanna sögu, að á «þriggja vetra» fresti áttu
þeir Ingólfr og Hjörleifr að verða burt úr Noregi eptir
fall Hólmsteins og Hersteins og sættina við Hallstein
Atlason jarls, svo, ef nokkuð skyldi vera, yrði útferðar-
ár Ingólfs hið síðara heldr að vera einu ári fyrr enn
síðar enn 870, ef frá 866 er talið. En hér gat vel
skakkað um það eitt ár, er Ari sjálfr sýnist óviss um,
því ei er Ijóslega sagt frá hverju ári að frestrinn var'
talinn í sættinni, og verðr því bezt að halda sér alveg
við það ártal, sem eitt er nefnt berlega og allt annað
stendr bezt heima við. Er það og Ijóst að eins