Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 195
og tímatal.
189
mátti kalla Harald 16 vetra, hvenær sem vera skyldi á
17. ári hans, en þá komast menn einmitt fram á árið
867, ef hann var t. a. m. fœddr seint um vetrinn
850—51.
Eptir þessu tali verða nú útferðir Ingólfs svo, að
867 e. Kr. fara þeir Hjörleifr fóstbrœðr fyrst til íslands
og eru þar um vetrinn. Haustið 868 koma þeir aptr
til Kioregs og eru þar nú næsta vetr, en um sumarið
869 eptir herjar Hjörleifr til írlands meðan Ingólfr sitr
kyrr í Noregi eptir og býr allt undir til útferðarinnar
hið næsta ár. Vetrinn 869—70 fær Ingólfr þá að hinu
mikla blóti, og um sumarið 870 leggja þeir svo á stað
til íslands. Vetrinn eptir er Ingólfr við Ingólfshöfða, en
Hjörleifr við Hjörleifshöfða og þar drepinn um vorið
871, en Ingólfr hefnir hans og sitr næsta vetr sjálfrvið
Hjörleifshöfða. Sumarið eptir 872 heldr hann vestr
lengra og sitr þá næsta vetr 872—3 undir Ingólfsfelli
í Ölvesi, uns hann um vorið fer ofan um heiði og festir
þá bú í Reykjavík sumarið eða haustið 873. Var hann
því búinn að búa þar einn vetr sumarið 874 og var því,
úr því sem gera er, ei illa til fallið, að þúsundára-
hátíðin 1874 skyldi lenda einmitt á því ári, er bú Ing-
ólfs fyrst var orðið alfast á þeim stað, er hann upp frá
því bjó á allan búskap sinn í íslandi. En þetta gerir
þó í sjálfu mjög litið til, þvi í raun og veru mættu
íslendingar nú lialda þúsund-ára-hátíð nær því hvert
ár frá 1870—1930 til minningar um einn eðr annan land-
námsmann í öllum sveitum. Er oss og ei vandara um,
þó skakkt hafi talizt, enn t. a. m. um burðarár Krists,
eða tvöfalt ártal frá upphaír Rómaborgar.
J>að, sem nú heíir verið talið, er hið sannasta land-
námstal Ingólfs, sem fengizt getr, og að eins ef svo er
talið kemr allt heim. Annars raskast allt íslenzkt
tímatal, fyrst og fremst lögsögumannatal Ara með því,
sem við það er bundið, og er furða, að menn skuli ei
fyrr hafa tekið eptir þessu, svo sem það þó nú er í