Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 196
190
Um aldatal
augum uppi. Að telja árið 874 sem upphafsár íslands
byggðar, er að eins úr annálum komið eða Landnámu
þeirri, er Styrmir fróði og Sturla pórðarson rituðu eptir
bók Ara löngu eptir bans dag og bœttu að vísu nokkuru
við, en afbökuðu eða misskildu sumt. Er það því
miklu yngra og óáreiðanlegra, enn hitt, og sýnist
upprunalega að eins á þeim misskilningi byggt, að þeir
rugluðu ríkisári Haralds hins hárfagra við aldrsár bans,
og töldu svo útferðarár lngólfs á 10. (eða 12., ef svo
var lesið) ríkisári hans, í stað þess, að Ari bafði rétt
nefnt aldrsár hans. Skal eg því ei lengr dvelja við
þetta, því bver getr nú sjálfr dœmt um málið. fað,
sem tekið er fram í Safni til s. ísl. (I, 208—6) sannar
ekkert bér á móti, og var því óþarfi, að vísa til þess í
grein í «Tímanumi> 1873 (II, 21), er nafn B. Gröndals
stendr undir. það er víst, að hinn síðari bardagi við
Sólskel var haustið 865, og var Haraldr konuugr enn
rétt áðr «barnungr» að aldri sem Hornklofi segir.
Vóru þá og allir synir Atla jarls enn á lífi og veittu
þá það sama haust beimsókn Ölvi bnúí'u, því þeir Her-
steinn og Hólmsteinn féllu fyrst ári seinna (866) fyrir
Hjörleifi. Stendr svo allt heima sem bezt, en um Hafrs-
íjarðarorustum er allt miklu efasamra, bvert ár bún
var í raun og veru, og er það því ófœrt, sem tíuðbr.
Vigfússou vill, að miða nokkuð við.bana um útferðarár
Ingólfs. Er það og rangt, sem bann befir eptir Eglu,
að Ingólfr og Hjörleifr bafi farið til íslands þrem
vetrum fyrr enn Ketill bængr og Baugr, því þar stendr
að réttu fám, en ei bitt. í greininni í «Tímanum»
er enn fremr sagt, að það sé að eins gert af illvilja til
íslendinga og til þess að spilla fyrir þjóðhátíðinni, að
telja útferðarár Ingólfs annað enn 874. En bver getr
nú sjálfr séð hvað hæft er í slíku eðr á bversu góðum
rökum það er byggt, og líkt mun vera um ýmislegt annað,
sem mér hefir verið borið á brýn á seinui árum, að
sannleikanum til. En eigi höfundrinn að öðru leyti um