Skírnir - 01.01.1930, Page 13
Skírnir]
Merkisár i sögu Alþingis.
7
ljótur hafi haft lögsögu og þá hversu Iengi. Hann hefir
sjálfsagt kynnt inönnum uppástungur sínar að hinum fyrstu
lögum, er við hann eru kennd. Þau hafa verið samþykkt
á hinu fyrsta Alþingi. Ein heimild segir, að Úlfljótur hafi
annars ekki haft lögsögu, svo að vitað (eða: ritað) sé. En
auk þess eru miklar líkur til þess, að AJþingi hafi ekki
verið fyrr sett en 930. Úlfljótur var 3 vetur í Noregi til
að undirbúa lagasetninguna. Sumir annálar segja, að hann
kæmi út 927. Fóstbróðir hans, Grímur geitskör (eða: geit-
skór), mun síðan hafa farið yfir landið og kynnt höfð-
ingjum lagatillögur Úlfljóts. Með farartækjam þátímans
og á vegleysum þeim, er þá hafa verið hér á landi, gat
það ferðalag varla tekið minna en 2—3 sumur. Þá kynni
að láta nærri, að fyrsta Allsherjarþingið hafi verið háð
sumarið 930.
Gátur þær, sem hér þarf að reyna að ráða, eru þessar:
I. Hvernig var umhorfs í íslenzku þjóðlífi, þegar
Alþingi var sett og lýðríkið islenzka settástofn?
II. Hvað gerðist árið 930?
III. Hvaða máli skifti það um framtíð þjóðarinnar?
Þann varnagla er öruggast að slá þegar í upphafi, að
þess má enginn vænta, að þessum spurningum verði nokk-
urn tíma svarað svo, að ekki verði um deilt. Er hvert at-
riði svo margþætt og heimildir svo slitróttar, að á einskis
manns færi er að rekja þessi mál öll til þrautar. Loks er
þess vert að minnast, að svo er rúm markað grein þess-
ari, að stikla verður aðeins á því stærsta, en rök að hverju
einu verða því leidd færri en vert væri og skylt.
I.
Eins og betur verður vikið að síðar, var langmestur
hluti landnámsmanna af norsku bergi brotinn. Og komu
flestir til landsins beint frá Noregi, en þó talsvert margir
frá írlandi, Skotlandi eða eyjum þar umhverfis. Þess vegna
er nauðsynlegt að gera sér þess nokkura grein, hvernig
umhorfs hafi verið i Noregi í upphafi islenzkrar landnáms-
aldar og hvernig þar hafi verið þjóðfélagsskipun á þeirri öld.