Skírnir - 01.01.1930, Page 24
18
Merkisár i sögu Alþingis.
[Skírnir
Iandið lagt við. En slíkt var þó fágætt. Hvorttveggja hefir
þó átt rætur sínar í norskum lögum og norskum venjum.
Þegar kaup fóru fram, þá hafa menn fylgt þeim lögum eða
venjum, sem hafðar voru i Noregi um þau efni. — Hjóna-
bandið var þá lögvarin sambúð karla og kvenna með
ýmsum verkunum um rétt manna og skyldur. Menn festu
sér konur hér á landnámsöld. Hér hafa þeir farið að í þessu
sem í Noregi. — Þegar maður andaðist, þá erfðu frændur
hans fé hans. Sömu reglum hafa menn eflaust fylgt um
þetta, sem þeir höfðu vanizt í Noregi. Mannvíg og margar
aðrar misgerðir hafa orðið á íslandi á landnámsöld. Skylt
var frjálsum mönnum að hefna fyrir þetta, ef þeir vildu
halda sæmd sinni í almenningsáliti, eða að minnsta kosti
fá bætur fyrir. Sama hugsun hefir ríkt á íslandi þegar í
öndverðu. Um hefndlr voru ekki önnur takmörk sett en
menn höfðu skapað sér í Noregi. Dómþing voru ekki til í
öndverðu til að dæma mál manna. Gjörðardómar hafa
stundum skorið úr málum eða menn hafa sætzt á þau.
Ella var tvennt til: Að taka sér rétt sinn sjálfur (hefnd,
gjörtæki) eða þola óréttinn bótalaust. — Þrælahald \'ar
algengt. Það höfðu menn frá Noregi og hefir það farið
eftir norskri fyrirmynd.
Tvö þing eru þó kunn frá landnámsöld: Kjalarness-
þing og Þórsnessþing. Fleiri byggðaþing kunna að hafa
verið sett, þótt þeirra sé ekki getið. Á þessum þingum
hafa farið fram helgiathafnir þeirra tíma, þar á meðal
stundum mannblót, og dómsathafnir einhverjar, þegar þess
var þörf. Þangað gátu menn og lagt mál sin, ef þeir komu
sér saman um það, jafnvel þótt þeir hefði eigi gerzt þingu-
nautar þar.
Þó að flestir þeirra manna, sem landið byggðu, hafi
flutt með sér siðu og réttarvitund sömu þjóðar, þá var
hætta á því, að sú eining hyrfi smámsaman. Landsmenn
dreifðust um landið allt. Liklegt var, að myndast kynni
mörg smáriki, því að ýms byggðarlög mundi hafa slegið
sér saman og gerzt ríki fyrir sig. Skipunin hefði orðið svip-
uð og í Noregi var áður en Haraldur hárfagri sameinaði