Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 282
276
Alþingi árið 1845.
[Skírnir
amtmaður, og konungsfulltrúi á Alþingi 1849 og síðan til
dauðadags. Til þings voru komnir 6 konungkjörnir þing-
menn: Þeir Bjarni Thorsteinsson, amtmaður, Þórður Svein-
björnsson, forseti landsyfirréttarins, Þórður Jónasson, yfir-
dómari, síðar dómsforseti, Helgi Guðmundsson, dómkirkju-
prestur, síðar biskup, Björn Auðunsson Blöndal, sýslumaður
í Húnavatnssýslu og síra Halldór Jónsson, síðar prestur á
Hofi í Vopnafirði. Þjóðkjörnir þingmenn voru til þings
komnir 19. í Vestmannaeyjum varð enginn þingmaður kos-
inn, því að engir voru þar kjóseadur eftir ákvæðum Al-
þingistilskipunarinnar, enginn er ætti 10 hundruð eða hefði
lífstiðar byggingu á 20 hundraða þjóðjörð. Gat þetta kjör-
dæmi engan þingmann sent fyrr en 1857, er kosningar-
réttarskilyrðunum var breytt með tilsk. 6. jan. það ár.
Á fyrsta þinginu sátu margir ágætir menn og þjóðkunnir.
Skulu hér nefndir Jón Sigurðsson, síðar forseti, skjalavörð-
ur, fyrir ísafjarðarsýslu, Hannes Stephensen, prófastur á
Innra-Hólmi, fyrir Borgarfjarðarsýslu, Jón Jónsson (Johnsen),
yfirdómari, Jónssonar frá Ármóti, bróðir Þorsteins kancellí-
ráðs og Magnúsar bónda í Bráðræði hins auðga, höfundur
Jarðatals á íslandi, merkilegs rits, fyrir Árnessýslu, Jón
Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðólfs, móðurfaðir Jóns
Krabbe og þeirra bræðra, fyrir Skaftafellssýslu, sem þá var
eitt kjördæmi, Ásgeir Einarsson, bóndi í Kollafjarðarnesi,
fyrir Strandasýslu, Kristján Skúlason, síðar sýslumaður á
Skarði, varaþingmaður fyrir Snæfellsnessýslu, og Árni Helga'
son, stiftprófastur í Görðum, fyrir Reykjavík. Á þessu þingi
sátu og þeir Þorgrímur Tómasson, ráðsmaður á Bessastöð-
um, faðir Gríms skálds Thomsens, Runólfur Magnússon
Ólsen, faðir Björns rektors og prófessors Ólsens, Þorvaldur
í Hrappsey Sívertsen, afi frú Katrínar Magnússon, o. fl.
Konungsfulltrúi setti þingið með ræðu, sem hann hélt
á dönsku, en aðstoðarmaður hans sneri á íslenzku, og
prentuð er á íslenzku í Alþingistíðindunum, en skráð er
bæði á íslenzku og dönsku í gjörðabókum þingsins. Var
ræðan all-löng og sköruleg. Að henni lokinni lýsti hann
hið fyrsta ráðgjafarþing, hið fyrsta Alþingi í hinum nýja