Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 187
Skirnir]
Alþingi árið 1541.
181
hefir við hlið sér voldugan preláta, sem allur lýður, lærðir
og leikir, voru vanir að hlýða. Það verður að hafa þessar
i'aunir Gizurar í huga og þá viðburði, sem nú gerast, til
þess að skilja aðfarir hans við Ögmund næsta vor.
Gizur var ekki sá maður, að hann gæfist upp, þótt
ookkuð blési í inóti. Hann var maður rólegur og kaldur,
skynseminnar maður, húmanisti og einnig frábær atorku-
og atkvæðamaður. Hann vissi vel, hvaða bakhjarl hann
átti, þar sem var konungsvaldið og framsókn hins nýja
siðar. Það var því ekki annað fyrir hendi en halda sínum
hluta, þar til honum kæmi liðveizla. Tók hann nú það ráð
að hæna að sér veraldlega höfðingja og efla sig svo gegn
Ogmundi og klerkum hans. Með höfðingjunum lifði í háska-
legum glæðum. Það var ekki langt síðan Leiðarhólmssam-
Þykkt hafði verið gerð, þar sem þeir bundust ríkum sam-
tökum gegn klerkavaldinu (1513). ‘) Gizur þurfti því ekki
íengi að blása í þessar glæður. En vandasamt var fyrir
hann að fara með þetta vopn, að það snerist ekki gegn
honum sjálfum. — Þrútnaði nú óvild með þeim biskupun-
Uni æ meir er á leið.
Gizur þóttist ekki hafa fengið full skil af Ögmundi
tyrir hönd dómkirkjunnar, og mun það vera rétt, því að
þess er getið, að þverrað hafi eignir kirkjunnar um daga
ögmundar.1 2 *) Fékk Gizur dóm fyrir þessum kröfum.n) En
Ogmundur þumbaðist og taldi jarðir þessar sína eign, enda
er kunnugt t. d. um Reyki í Ölfusi, sem Gizur nefndi sér-
staklega til, að Ögmundur hafði haft þar bú sjálfur.4) Óx
at þessu öllu óvinátta milli þeirra. Bregður upp skyndiljósi
yfir það, hvernig komið var milli þeirra haustið 1540, í
Oféfi, sem Gizur skrifar Ögmundi í septemberlok 1540. Má
af þvi sjá, að Ögmundur hefir skrifað Gizuri mjög harðort
bréf rétt áður, borið honum á brýn ásækni og annað illt,
nnnnt hann á vígslueið hans, þar sem hann hafði svarið
1) DI. VIII., 429-452.
2) Bisk.ann., Safn I., 88.
3) DI. X., 560.
4) Bisk.ann., Safn I., 68; shr. Safn I., 660; Bisk. II., 240.