Skírnir - 01.01.1930, Page 279
Skirnir] Alþingi árið 1845. 273
yrði nauðsynlegt að reisa þinghús og hús yfir þingmenn.
Aðflutningar allir yrði miklu dýrari til Þingvalla en verða
mundi i Reykjavík. í Reykjavík væri við höndina þær upp-
lýsingar og gögn, sem þingmenn þyrfti, svo sem skjalasöfn
embættismanna og bókakostur nokkur. En ef þing yrði
haldið á Þingvelli, þá yrði að afla allra slíkra fanga úr
Reykjavík, og hlyti slikt að valda bæði töfum, kostnaði
og óþægindum. Þingmönnum mundi og líða verr á Þing-
velli en í Reykjavík. Þeir mundi sæta þar verra matar-
æði og tjaldvistin — því að Þingvallarmenn ætluðu þing-
mönnum að hafast við i tjöldum, að minnsta kosti fyrst í
stað — mundi verða þeim óhægari en dvölin í Reykjavík
á heimilum einstakra manna. Um þingstaðinn var hin harð-
asta barátta öll hin síðustu árin áður en Alþingistilskipunin
var gefin út. Rökin voru yfirleitt Reykjavikurmanna megin,
en tilfinningarnar Þingvallarmanna megin. Vér fáum og
skilið hugsun þeirra. Reykjavík var um 1840 hálfdanskt
þorp með um 900 manns. Sumir hinna betri manna höfðu
því ímugust á Reykjavík. Töldu hana óþjóðlega og sið-
spillta. En Reykjavík var þó að rétta við. Ýmsir æðri em-
bættismenn landsins höfðu nú tekið sér bústað í bænum
og alveg nýverið, með konungsúrskurði 7. júní 1841, hafði
flutningur latínuskólans frá Bessastöðum verið ákveðinn,
svo og stofnun prestaskólans í Reykjavík. Var einsætt, að
verða myndi mikil bæjarbót að öllum þeim ráðstöfunum.
^eykjavikurmenn óraði fyrir því, að Reykjavík mundi verða
raunverulegur höfuðstaður landsins, merkasti staður þess,
e>ns og nú er hún óvéfengjanlega, þótt ef til vill ekki vilji
allir viðurkenna það. Framsýnir menn og hagsýnir, eins og
Jón Sigurðsson, sáu, að Reykjavík var að eflast. Þeir sáu,
að þangað myndi safnast menningargögn landsins, skólar og
söfn og að þar hlyti að verða aðsetur æðstu stjórnar lands-
>ns. Ákafi Þingvallarmanna spratt mest af ást þeirra á forn-
öldinni. Þekking þeirra á henni var fremur ófullkomin, að
þvi er virðist. Þeir virtust aðeins sjá björtu hliðina. Menn
eins og Tómas Sæmundsson héldu, að stjórnarskipun lands-
ins í fornöld hefði verið sú fyrirmynd, sem vert væri að
18