Skírnir - 01.01.1930, Page 302
296
Þjóðfundurinn árið 1851.
[Skírnir
greint frá. Þjóðin virðist hafa verið nokkurn veginn sam-
mála um, að æðsta framkvæmdarvaldið ætti að vera í land-
inu sjálfu: Jarl, landstjóri eða ráðherra. Full fjárskil vera
gerð við Dani, konungur hafi aðeins frestandi neitunarvald,
Alþingi hefði æðsta löggjafarvald í íslenzkum málum og
landið hefði sendiherra í Kaupmannahöfn.
Um utanríkismálin var lítið rætt, enda munu íslend'
ingar á þeim tímum yfirleitt hafa gert sér litla grein fyrir
þýðingu þeirra.
Þá er merkilegt að sjá, hve mikla virðingu biskups-
embættið hefir haft hjá þjóðinni á þessum tímum. Hvað
eftir annað komu fram tillögur um, að biskupinn skyldi
eiga sæti í ráðuneytinu. Við stjórnarskrárbreytingar síðari
ára hefir víst fáum dottið í hug, að slík tilhögun gæti átt
sér stað. Það er auðséð, að íslendingar um miðja síðustu
öld hafa litið öðruvísi á biskupsembættið en menn gera
nú á dögum.
Nú gekk þjóðfundar-árið í garð, og var mikill hiti í
mönnum. Stiftamtmaðurinn, er þá var, Trampe greifi, var
lítt fær til stjórnar á æsingatímum. Hann var þó velviljaður
íslendingum og reyndi að gera ýmislegt gott, en hann var
hverflyndur og kjarklítill, fljótfær og algerlega ráðalaus,
þegar í vanda var komið. Það kom líka brátt í Ijós, að
hann var ekki fær um að gegna æðsta embætti landsins
á þessum tímum.
Hannes Stephensen ætlaði að boða til fundar á Þing-
völlum, áður en þjóðfundurinn byrjaði. Sendi hann Pétri,
er síðar varð biskup, auglýsingu um fundinn til birtingar í
»Lanztíðindunum«, en Pétur var ritstjóri þess blaðs. En
eftir ráðum Trampes neitaði Pétur að taka auglýsinguna i
blaðið og varaði menn við fundinum.
Nú skiftust þeir Trampe og Hannes á bréfum um mál'
ið. Sagðist Trampe ekki geta leyft fundarhaldið, þar eð ekki
væri víst, »að menn á þeim fundi haldi sér að öllu leyti
innan vébanda laganna«. Hannes hélt því fram, að allir
menn hefðu rétt til að koma á opinberan friðsaman fund,
og bauð loks sjálfan sig í gislingu fyrir því, að fundurinn