Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 59
Skírnir]
Alþingi árið 955.
53
fótur hafi verið fyrir þeim tímatalsbreytingum, sem Ari
fróði getur um. Úlfljótur muni þá hafa fellt niður með
vilja einn dag úr ári kristinna manna til þess að fá það
til að standa á heilum vikum, en Þorsteinn hefði bætt hon-
um við aftur með sumaraukanum, og hefði þetta hvort-
tveggja orðið 25—30 árum síðar en hér er talið og al-
mennt er. En honum virðist þetta samt svo ósennilegt, að
niðurstaðan verður hjá honum, að misseristal það, sem Ari
fróði segir, að hafi verið hér notað áður en sumarauki var
fundinn, og sömuleiðis misseristalið með sumarauka Þor-
steins surts hafi aldrei verið til, en misseristalið eins og
það þekkist úr rímbókum frá 12. og 13. öld sé aðeins af-
brigði gamla stils og upp úr honum búið til.
Rök Bilfingers fyrir þessari skoðun eru að mínum dómi
mjög veigalítil, nema eitt, sem hér verður athugað nokkru
nánar. Páskarnir geta verið í fyrsta lagi 22. marz og síð-
ast 25. apríl, og svo var það einnig í gamla stíl. Þetta eru
35 dagar eða 5 vikna tími. Miðvikan af þessum 5 vikum
er frá 5. til 11. apríl og báðir dagar þá meðtaldir. En nú
er sumarkoman eftir misseristali rímbókanna fimmtudaginn
9. til 15. apríl, en það svarar til fimmtudagsins í páska-
vikunni, ef páskar væri sunnudaginn 5. til 11. apríl. Þetta
er að vísu merkileg athugun, en það er of langt gengið hjá
Bilíinger, að gera hana að því meginatriði, sem allt annað
verði að þoka fyrir. Hann ályktar, að sumarmálin hér og
í Noregi hafi þess vegna verið upphaflega miðuð við pásk-
ana, og styrkist í þeirri trú við það, að sunnar í Evrópu,
sumstaðar, var sumarkoman stundum talin á páskum. Hér
á landi átti svo þessu að vera svo haglega fyrir komið,
að sumarkoman miðaðist við miðvikuna af þeim 5 vikum,
sem páskarnir hlaupa á, enda var hitt lítt hugsanlegt, að
sumarkoman færðist til með páskum, þar eð allt athafna-
Hf, réttarfar og búskapur hér á landi fór eftir misseristal-
inu og var því algerlega háð sumarkomunni.
Kosturinn við þessa skýringu Bilfingers er í rauninni
aðeins sá, að hún ákveður sumarkomuna í gamla stíl upp
á dag. Þótt þetta sé merkilegt, má samt eigi gera of mikið