Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 184
178
Alþingi árið 1541.
[Skírnir
klerkana. Það þurfti því naumast háleita trúarþörf til þess
að févana og valdasæknir þjóðhöfðingjar liti þessa nýju
vakning allblíðu auga.
Þegar siðaskiftahreyfingin berst til Norðurlanda, er far-
ið að bera allmikið á þessari hlið málsins. Að vísu vantaði
hana engan veginn ágæta fylgismenn, er fórnaði henni öllu
og boðaði trúna af eldmóði og sannfæring, bæði í Dan-
mörku og Svíþjóð. En saga Noregs og íslands sýna glöggt,
að siðaskiftunum var rudd braut hvað sem þessu leið.
Siðaskiftin á íslandi bera mjög lítinn trúarlegan svip.
Þetta á sér tvær meginorsakir, og verður þó hvor-
ugri hægt að lýsa hér til hlítar. Önnur er sú, að hér virð-
ist ekki hafa verið nein óánægja með kaþólsku kirkjuna
eða tilfinning fyrir því, að breyta þyrfti um. Að vísu höfðu
staðið harðar rimmur milli biskupa og ýmissa veraldlegra
höfðingja, og ýmsir menn hafa fundið til þess, að vald
klerka var orðið ákaflega mikið. En ekki verður þess vart,
að alþýða manna hafi unað þessu illa. Það er meira að
segja fremur svo að sjá, sem óánægjan hafi aðallega verið
hjá nokkrum veraldlegum höfðingjum, sem vildu sjálfir
ráða, en að alþýða hafi unað vel yfirráðum biskupa, og
talið þau eins heppileg fyrir sig eins og það, að veraldlegir
réði. Enda verður naumast sagt, að biskupar færi illa með
völd sín eftir því, sem þá var aldarandi. Biskupar voru um
þessar mundir íslenzkir og höfðu um skeið verið ýmist ís-
lenzkir alveg eða menn, sem hér höfðu lengi dvalið. Og
margs þess, sem gerði kaþólsku kirkjuna óvinsæla í öðrum
löndum, gætti lítt eða ekki hér. T. d. gegndu klerkar yfif'
leitt sjálfir embættum sínum, en ekki hitt, að embættin
væri gefin mönnum, sem sæti erlendis og hefði hér að-
stoðarmenn, og þá var ekki heldur því til að dreifa, sem
sumstaðar, t. d. í Danmörku, fjarlægði kirkjuna alþýðu, að
öll æðri embætti kirkjunnar lentu í höndum aðalsins.
Hitt atriðið, sem gerði siðaskiftin hér á landi óeðlileg
og fjarri því að geta heitið trúarleg hreyfing, var það, að
hinn nýi siður var sama sem ekkert boðaður hér á landi
áður en honum var komið hér á, heldur var honum