Skírnir - 01.01.1930, Page 149
Skirnir] Alþingi árið 1281. 143
Jón iögmaður og Loðinn leppur höfðu fieiri erindi til
Islands en að fá lögbókina lögtekna. Þeir áttu einnig að
láta landsmenn sverja þeim Eiríki konungi og Hákoni her-
toga land og þegna. Fóru þeir þingum yfir landið þessara
erinda, seinni hluta sumarsins, og sýnist það allt hafa geng-
ið greiðlega.') Loðinn leppur sat um veturinn í Seltjarnar-
nesi hjá Hafur-Birni Styrkárssyni. »Engi maðr mátti í þann
tima jafnast við Hafr-Björn at hýbýlum ok búi sínu, sá
er í bónda tali var« segir í Árna biskups sögu.1 2) Vorið
eftir fóru þeir Jón lögmaður yfir þann hluta landsins, er
ófarinn var um haustið, og tóku eiða af mönnum. Var þá
lokið því erindi þeirra, en eftir var þá að fá lögbókina
lögtekna. Lá það mál að sjálfsögðu undir Alþingi. Aðal-
heimild vor um þá atburði eru 28., 29. og 31. kafli Árna
biskups sögu. Segir þar m. a. allgreinilega frá því, sem
gerðist í þessu máli á Alþingi 1281, svo ítarlega, að það
eru fá Alþingi, er vér höfum meiri sagnir af, allt til þess
að farið var að gera Alþingisbækur á 16. öld ofanverðri.3)
Haustið 1*280 og veturinn 1280—1281 höfðu menn
kynnzt lögbók þeirri, er Jón lögmaður fór með. Segir Árna
biskups saga, að mönnum hafi fundizt »sem margir hlutir
væri í henni frekir mjök um óbótamál ok aðra hluti, þá
sem óhentir voru landsbýinu« Biskupi (Árna Þorlákssyni
— Jörundar biskups getur ekkert við þetta mál) þótti og
niargir hlutir í henni móti guðs lögum. Af þessu má sjá
það, að aðfinnslurnar við bókina hafa lotið einkum að
þessu þrennu: 1. að refsiákvæði hennar væru of ströng
(óbótamál), 2. að ýms’ ákvæði hennar ættu ekki við lands-
bagi hér á landi (væru óhentir landsbýinu), og loks 3. að
ýmislegt væri í henni gagnstætt kirkjulögunum (guðs lögum).
Sagan getur þess ennfremur, að bókin væri »skoðuð«,
en getur þess ekki, hvar það hafi verið gert eða hverjir
hafi skoðað bókina. En hitt segir hún, að það væri þá til
1) Bisk.s. I., bls. 717.
2) Bisk.s. 1., bls. 716.
3) Bisk.s. I., bls. 717-723.