Skírnir - 01.01.1930, Page 241
Skirnir] Alþingi árin 1700 og 1701. 235
fallaðir voru, standandi á knjánum, sóru svo sem eiðurinn
var fyrir þeim lesinn. Eftir það prestarnir með sama hætti.
Voru þrír prestar kallaðir úr hverju prófastsdæmi. Höfðu
þeim áður gefið sina fullmakt hinir prestarnir, sem heima
sátu. Voru það 90 prestar í það sinn eða fleiri. Síðan sóru
lögmennirnir og hinir veraldlegu. Síðast voru eiðarnir undir-
skrifaðir af öllum. Sfóð þetta frá dagmálum fram undir
sólarfall. Ekki mundu menn þá fjölmennara þing. Á þing-
Maríumessu eftir afstaðið embætti var helztu fyrirmönnum
haldin veizla í amtmanns og landfógetans búðum.« ') En í
veizluglaumnum gleymdu þingmenn þó ekki eymdarástandi
landsins, heldur ráðguðust um, hvað gera skyldi, og voru
allir sammála um, að skrifa konungi og reyna að fá kaup-
setningunni breytt. Loksins var samið ávarp til konungs
og honum skýrt frá því, að landið væri í háska statt, en
af því að ekki væri hægt að skýra frá hag landsins í stuttu
máli, var konungur beðinn um leyfi til þess að mega senda
annan lögmanninn til Danmerkur næsta sumar, til þess að
gefa konungi itarlega skýrslu um hagi íslendinga. Þessi
bænarskrá var samþykkt 2. júlí í lögréttu; og skrifuðu báðir
biskuparnir og 24 prófastar og merkisklerkar undir hana.
Sömuleiðis báðir Iögmennirnir og 28 sýslumenn og verald-
legir höfðingjar. Það leit svo út í svipinn, sem allir helztu
menn landsins væru sammála um, að vinna að mikilvæg-
um umbótum á verzluninni og öðrum nauðsynjamálum
þjóðarinnar, en friðurinn og samheldnin stóð ekki lengi,—
því miður.
Nú er það alleinkennilegt, að i Alþingisbókinni frá
1700 er hvergi minnst á þessa bænarskrá. Að minnsta kosti
ekki í þeim handritum, sem til eru í söfnum í Reykjavík.
Það er eins og hún hafi verið talin þinginu óviðkomandi.
I Alþingisbókunum frá þessum tímum er lítið annað en
konungsbréf, dómar og ýmiskonar tilkynningar um hags-
uiunamál einstakra manna. Bænarskráin er meðal annars
íil í afriti í handritasafni Landsbókasafnsins, nr. 50 fol.,
1) J. H.: Bisk. II., bls. 157-8.