Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 180
174
Alþingi árið 1481.
[Skirnir
ríki undir klerkaumsjá suður í Paraguay og hún greip við.
Það var 1608—1758, að Jesúítar höfðu þar stjórn, og þótt
eitt og annað megi vel um hana segja, varð niðurstaðan
hin ömurlegasta.
Sömu spor, sem lýst hefir nú verið, má finna eftir
kirkjuna hér á landi. Þegar kirkjan kom hingað til lands,
var hún annars staðar búin að taka á sig fasta mynd og
nota þau tök, er lýst hefir verið. Ef hún hefði hingað
komið með þeim svip, hefðu afdrifin vafalaust orðið önnur
á þingi árið 1000 en varð. Hún lézt koma hingað kirkjulaga-
laus með trúna eina, og brosti til beggja handa framan í heið-
ingjana, því að nú reið á þvi einu að smjúga inn. Leikmenn
urðu prestar og klerkar, og löggjafarvald kirkjunnar var í
höndum Alþingis, sem var þvert ofan í guðs lög svo köll-
uð. Og kirkjan var lengi að verða það föst í sessi, að hún
þyrði að beita þeím. Þegar Gizur biskup vildi fara að taka
tíund hér á landi, var hún löngu skipuð orðin í hinum al-
mennu lögum kirkjunnar, en þó treystist hann ekki til þess
að taka hana, nema landsmenn hefðu lögleitt hana sjálfir,
og það gerðu þeir á Alþingi 1096. Það hefir verið talið
merki um skörungsskap Gizurar, að honum skyldi takast
það friðsamlega, þar eð það í öðrum löndum, þar sem
handbragð kirkjunnar var kunnara, hafði gengið stirt og
jafnvel kostað blóðuga bardaga. Enda þótt Gizur væri
skörungur, mun þetta frekar því að þakka, hve kirkjan
fór hér varlega, og svo því, að prestskapurinn var í
höndum leikmanna, svo að almenningi varð erfitt að greina
mótin milli hagsmuna sinna og kirkjunnar. Á kristinrétti
hinum forna, sem lögtekinn var. á öndverðri 12. öld (krist-
inna laga þáttur Grágásar), er auðséð, að svo er til ætl-
ast, að íslenzka kirkjan hefði engin önnur lög en hann..
Hann ber og að því leyti vott um, að kirkjan hafi enn þá
ekki verið farin að teygja hér úr sér, að hann hleður ekki
aðeins skyldum á landsmenn og réttindum á klerka, held-
ur gerir hann ráð fyrir, að klerkar hafi skyldur og lands-
menn rétt, en sama verður ekki sagt um kristinrétt Árna
biskups. Þorlákur biskup helgi reyndi fyrstur manna að.