Eimreiðin - 01.01.1942, Page 63
E'MREIÐIN
^ólskin og sunnanvindur.
'jörtur frá Hauðamýri
[Hér fcr á eftir brot úr ferðasögu
Hjartar frá Hauðamýri, Böðvars frá
Hnífsdal og Þórodds frá Sandi. En þess-
ir þrír rithöfundar ferðuðust saman i
bifreið frá Reykjavík að Brekku i Núpa-
svcit og að Kópaskeri sumarið 1941.
Reit Hjörtur ferðasöguna jafnbarðan
og hún varð til og mœlti af munni fram
kvæði nokkur og kliðhcndur, en sumar
með öllu glettnislegri svip cn tiðkast
Iiefur áður. Má þar til telja kliðhend-
una til Þuru í Garði, sem böf. rétt-
lætir með því, að meinlausari sé en
sumar visur Þuru. Annars er ltafli sá,
sem liér fcr á eftir, urn ferð þeirra fé-
laga frá Akureyri í Mývatnssveit og
fund þeirra við Sigurjón skáld Frið-
jónsson að Litlu-Eaugum. — Ritstj.]
B°rg hinnar norrænu heiðríkju vaknar af værum blundi.
0rgungyðjan tjaldar öllum sínum tíguleik og skarti. Mikils
jJ^ir henni við þurfa til þess að heilla daginn úr faðmlögum
nnar björtu og mildu norðlenzku nætur.
Sunna veíur sæ og grund,
söngvar um loftið óma,
bjarkir anga, blika sund,
blessun veitir morgunstund.
Gott er að vakna vafinn árdagsljóma.
Morgungyðja! Gull í mund
gef mér einu sinni.
Söngvadís! í laufgunt lund
leiktu við mig eina stund
og miðlaðu ögn af morgunauðlegð þinni.