Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 12
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA Heimildir hér á landi sýna að þeir dansar sem nú eru nefndir gömlu dansarnir berast til landsins hver af öðrum frá upphafi 19. aldar eða aðeins fyrr og fram á síðasta fjórðung 19. aldar (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir 1994, 2. bindi). Þeir urðu brátt mjög vinsælir og iðkaðir um allt land. Smátt og smátt viku þeir fyrir nýjum dönsum, fyrst í þéttbýli, en eru þó enn við líði. íslensk arfleifð á sviði gömlu dansanna er mun fjölbreyttari en annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt rannsóknum Nordisk forening for folkedansforskning á gömlum dönsum og danshefðum þessara landa, sem höfundur var aðili að (Sig- ríður Þ. Valgeirsdóttir 1988). Samanburður við aðra tegund rannsóknar á gömlu dönsunum hér á landi (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir 1994) stað- festir þetta. Það virðist nokkuð ljóst að hér var ekki danslaust land í nálægt tvær aldir eða frá lokum vikivakatímabilsins til um 1880, svo sem fram hefur komið í ritum fræði- manna, meðal annars Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili (1961). Þegar nýju dansarnir bárust til landsins á fyrstu áratugum 20. aldar beindist áhugi almennings brátt að þeim en dvínaði á gömlu dönsunum. Fljótlega fór ungt fólk sem hafði lært nýju dansana erlendis að bjóða sérstaklega upp á kennslu þeirra eða bæta þeim við kennslu dansa sem fyrir voru. Danskennsla var reyndar þekkt löngu fyrir þann tíma og má t.d. nefna danskennslu Bernhards Steinke á Akureyri sem getið er um í Norðra (1854). Einnig má nefna að Magnús Stephensen lagði stund á dansnám í Kaupmannahöfn (líklega 1782-1783) og bar með sér nýjungar til landsins svo sem valsinn sem öld síðar brúaði bilið milli nýju og gömlu dansanna og lifir enn. Þrátt fyrir nýju dansana héldu gömlu dansarnir vinsældum sínum, lengst í dreifbýli. Þeir hafa nú að mestu vikið fyrir nýrri dönsum nema helst á þorrablótum og í félagasamtökum þar sem enn eru dansaðar syrpur af gömlu dönsunum. Gömlu dansarnir eru nú kenndir í flestum dansskólum en í nokkuð breyttri mynd eftir að þeir voru staðlaðir sem keppnisíþrótt. Áhugahópar um gömlu dans- ana dansa þá nær því sem áður var. Dans hefur víða í Evrópu átt erfitt uppdráttar sem fræðigrein og þær rannsókn- ir sem gerðar hafa verið lúta yfirleitt lögmálum annarra fræðigreina og endurspegla jafnvel vanþekkingu á sjálfum dansinum. Það þarf hins vegar ekki flóknar rann- sóknir til þess að gera sér grein fyrir fágætri arfleifð hér á landi bæði að því er tekur til söngdansa og gömlu dansanna. Segja má að sú arfleifð geti verið kjölfesta menn- ingar á þessu sviði. Tilgangur þessarar greinar er að hugleiða hvernig nýta megi innlenda sem erlenda þekkingu á fjölbreytileika, sérkennum og eiginleikum dansins til að koma á dansmenntakennslu í grunnskólum hér á landi í samræmi við nýja námskrá í list- greinum (Enn betri skóli 1998). Fyrst verður vikið að hugtökunum „dans í skólum" og „dansmennt" og meðal annars tekin dæmi af nýjum námskrám í tveimur grann- löndum og hér á landi og gerð nokkur grein fyrir þætti dansins í viðmiðunar- stundaskrá þessara landa. Þá verður vikið að hugmyndum um dansmenntakennslu hér á landi og endað á nokkrum hugleiðingum um framkvæmd hennar. í viðauka eru gefin nokkur dæmi um útfærslu einstakra markmiða dansmenntanáms. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.