Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 22
DANSMENNT i GRUNNSKÓLA
hreyfingar. Markmið kennarans er að skipuleggja þær aðstæður sem þarf til að
leiða nemendur að þeim markmiðum námskrár í dansmennt sem stefnt er að hverju
sinni. í næstu aldurshópum getur áherslan, auk þess sem áður er nefnt, verið á
túlkun og tjáningu dansa sem börnin semja sjálf eða aðrir. A síðustu árum dans-
menntanáms yrði áhersla á fágun í dansi og tjáningu efld ásamt æfingu í að sýna
bekkjarfélögum og foreldrum eigin verk og annarra. Að lokum má nefna þekkingu
og nokkra æfingu bama í að meta eigin verk og félaga.
2. Þekking á eigin hreyfigetu
Þekking á hreyfigetu líkamans er annað meginmarkmið náms í dansmennt og ligg-
ur vel við að börn kynnist tjáningartækinu, líkamanum, jafnframt því sem þau upp-
götva eigin hæfileika til að tjá sig og túlka í hreyfingum/dansi, sbr. 1. lið. Veiga-
mikið atriði í dansmennt er að yngstu börn grunnskólans fái aðstöðu til að upp-
götva hreyfigetu sína. Þar sem líkaminn er tjáningartæki dansins, hliðstætt hljóð-
færi tónlistarmanns, þurfa böm að fá aðstöðu til að kynnast og öðlast tilfinningu
fyrir fjölbreytni, takmörkunum og sérkennum hreyfinga sinna og annarra. Mark-
viss tengsl við hugmyndir og hugtök sbr. 1. lið geta aukið tilfinningu barna fyrir
hreyfigetu sinni.
Líkja má hreyfileikni við smíði tjáningartækis, t.d. hljóðfæris. Áhrif dansins á
dansarann og áhorfandann eru hins vegar háð túlkun flytjandans, því sem vit hans
og tilfinningar leggja í dansinn.
3. Félagslegur þáttur dansins
Samstarf barna er mikilvægur þáttur dansmennta jafnframt því sem áhersla er lögð
á skapandi hugsun og tjáningu. Nemendur vinna t.d. í misstórum hópum að sam-
eiginlegu markmiði en án þess að allir þurfi að gera hið sama. Þá geta börn unnið
saman að túlkun tilfinninga sem fram koma t.d. í ljóði, sögu, lagi eða hugmynd.
Skapa má aðstæður sem örva næmi fyrir hreyfingum og tilfinningum annarra og
efla hugmyndaflug og hugrekki til að bregðast við þeim í hreyfingu, t.d. með sam-
stöðu eða andstöðu við hreyfingar félaga eða hóps. Þá má í dansmennt skapa að-
stæður til að falla að mynstri annarra í dansi eða leiða hreyfingar félaga.
Kynni barna og unglinga af undirstöðuatriðum samkvæmisdansa og helstu
tískufyrirbærum í almenningsdönsum hvers tíma má líta á sem eðlilegan þátt í
félagsþroska barna auk þess sem dansmennt ætti að vera undirbúningur fyrir val-
grein á einstökum sviðum dansa.
Að lokum má nefna að gleði sem fylgir félagslegum þætti dansins og þátttöku í
hópdönsum getur verið leið til að veita börnum og unglingum slökun og hvíld frá
öðru námi. Á síðari árum hefur dans, jafnt hópdansar sem spuni, verið notaður í
þeim tilgangi að stuðla að bættri geðheilsu og örva félagsleg samskipti barna sem
fullorðinna (Judith Lynn Hanna 1988). Spurning vaknar um hvort dans megi nota
markvisst í þeim tilgangi að vinna að einhverju leyti gegn skóla- og prófkvíða.
4. Undirstöðuatriði tónlistar
í fyrstu tveimur bekkjum grunnskólans fléttast undirstöðuatriði dansmennta og
20