Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 27
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
þ.e.a.s. eitt væri forsenda annars. Æskilegt er að grunnskólakennarar geti þannig
aflað sér réttinda sem dansmenntakennarar en jafnframt þarf dansmennt að vera
valgrein í kennaramenntun og sérstök grein á sviði dansfræða í æðra námi.
Ljóst er að á þessu stigi málsins er ekki unnt að benda á lausnir nema hluta
þeirra spurninga sem nefndar voru upphafi þessa kafla. Niðurstöður verða brota-
kenndar og vekja fleiri spurningar en svarað verður að þessu sinni. Vangaveltur
um efni þeirra benda, að mati höfundar, fyrst og fremst til eftirfarandi atriða:
1. Dansmennt þarf að eiga stað á viðmiðunarstundaskrá og einhverja tíma
til ráðstöfunar.
Þetta má rökstyðja þannig að eigi samþætting greina að vera báðum í hag
þarf hún að þjóna markmiðum beggja. Því virðist nauðsynlegt að báðar
greinar leggi tíma til verksins, m.a. skipulags og undirbúnings kennslu.
Dansmennt á engan tíma til ráðstöfunar fyrstu þrjú ár grunnskólanáms og
aðeins óljósa von um einhverja tíma af fjölþáttagreininni lífsleikni frá og
með 4. bekk.
Spurning er hvernig leysa megi þennan skipulagshnút? Tímaleysi
dansmennta er bundið í viðmiðunarstundaskrá grunnskólans og segja
má að „allt sé óhægra að leysa en að binda" (Taflkvæði, Bjarni Þor-
steinsson 1926).
2. Þeir sem koma til með að kenna dansmennt á grunnskólastigi þurfa auk
almennra kennararéttinda nám sem a.m.k. samsvarar valgrein í al-
mennu kennaranámi.
Rökstuðningur við þetta er að grunnskólakennarar hafa lokið fræðilegu,
faglegu og verklegu námi til kennslustarfs, þar með talin fræði um
þroskaferil barna, sálfræðilegan, félagslegan og tilfinningalegan auk
skyn- og hreyfiþroska. í öðru lagi hafa þeir almenna og fjölbreytta
reynslu og þekkingu á skipulagi náms með hliðsjón af markmiðum,
reynslu barna og samskiptum við þau. í þriðja lagi virðist bekkjarkenn-
ari vera í æskilegri aðstöðu til að samþætta dansmennt öðrum bekkjar-
greinum. Kennararéttindi eru því æskileg undirstaða en ekki nægileg.
Ljóst er að en önnur hlið málsins er þekking á greininni dansmennt.
3. Þörf er á undirbúningsnámi í dansmenntafræðum fyrir grunnskóla-
kennara sem áhuga hafa á að sinna kennslu í þeirri grein.
Meginrökin fyrir þessari staðhæfingu eru að bekkjarkennurum er sam-
kvæmt námskrá ætlað að sinna þessari nýju listgrein. Auk almennra
kennsluréttinda þarf kennarinn þekkingu í dansmennt og kennslu henn-
ar. Lagt er til að dansmennt verði ný valgrein í almennu kennaranámi.
Einnig verði starfandi kennurum sem áhuga hafa á kennslu dansmennta
boðið upp á röð námskeiða og er það nærtækasta lausnin í upphafi
dansmenntanáms hér á landi. Þátttaka í röð framhaldsnámskeiða gæti
leitt til réttinda í dansmennt í samræmi við valgrein í almennu kennara-
25