Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 102
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN minnihlutahópa að gleyma móðurmálinu sem fyrst. Til dæmis voru börn indjána í Kanada tekin gegn vilja foreldranna og sett á heimavistarskóla til að kenna þeim ensku og enska menningu. Þeim var stranglega bannað að tala móðurmálið og harðlega refsað ef þau brutu gegn þeim fyrirmælum. Slíkar aðgerðir höfðu oft þær afleiðingar að börnin misstu samband við menningu sína og tungu, án þess að ná fótfestu í enskri menningu (Cummins, 1996:9-11). Fólk sem tilheyrir minnihluta- hópum gerir því oft lítið úr eða afneitar tungu sinni og menningu, en miklar fyrir sér og öðrum kunnáttu sína í málinu sem meirihlutinn talar til þess að verða gjald- gengt í nýja landinu sem fyrst (Skutnabb-Kangas, 1981:16). Móðurmál og máltaka Fæstum reynist örðugt að svara því hvert móðurmál þeirra sé. En þegar betur er að gáð getur skilgreining á hugtakinu vafist fyrir fólki. Skutnabb-Kangas (1981:13-17) segir eina skilgreiningu hugtaksins móðurmál vera málið sem móðir barnsins talar, en þá verður að ganga út frá því að „móðir" barnsins sé sú persóna sem barnið kemst fyrst í samband við og talar mest og best við barnið í frumbernsku. Einnig má skil- greina móðurmál sem það mál sem viðkomandi persóna hefur náð bestum tökum á. Sumir vilja skilgreina móðurmál sem málið sem manneskjan notar mest. Enn fremur má skilgreina móðurmál sem málið sem persónan auðkennir sig með og sem skilgrein- ir hana sem hluta einhvers ákveðins hóps. Stundum eiga öll þessi atriði við málið sem persónan talar enda tilheyrir hún þá meirihlutahópi í samfélaginu. Miklu óljós- ara er hvert er móðurmál fólks úr þjóðernisminnihlutahópi og stundum á fólk tvö móðurmál. Skutnabb-Kangas (1981:17) telur að það séu mannréttindi allra barna að fá tæki- færi til að ná fullum tökum á málinu sem þau lærðu fyrst, að verða stolt af tungu sinni og menningu og njóta virðingar annarra. Móðurmálið á djúpar rætur í per- sónuleika barnsins og sé tilveruréttur tungumálsins dreginn í efa eða gert grín að málinu sem það talar, finnst barninu að kastað sé rýrð á það sjálft, foreldra, um- hverfi og hópinn sem barnið tilheyrir. Komi kennsla á erlendu máli í veg fyrir að móðurmál barnsins fái að þróast, getur farið svo að rætur móðurmálsins visni. Barnið hefur þá aðeins takmörkuð tök á tveimur tungumálum og hvorugt þeirra er rótfast. Besta hjálpin til þess að tvítyngt barn nái góðum tökum á seinna máli er að styðja og styrkja móðurmál barnsins og leggja áherslu á að talað sé fjölbreytt mál á heimili barnsins (Ingibjörg Hafstað,1997:34-35). Börn læra mál í félagslegum samskiptum. Mál, menning og umhverfi byggja hvert á öðru og ráða miklu um máltöku og annan vitrænan þroska (sjá t.d. Vygotsky, 1986). Máltaka barnsins byrjar löngu áður en börn geta sagt sitt fyrsta orð og nauðsynlegt er að taka máltöku alvarlega allt frá fæðingu. Bruner (1986) telur að máltaka hefjist þegar barnið og móðir5 þess hafa komið sér upp samskipta- kerfi sem gerir þeim fært að skilja hvort annað. Innan þessa kerfis lærir barnið hvernig það á að vísa til hluta og koma merkingu til skila og smám saman lærir það 5 Hér er átt við þann aðila sem annast barnið mest í frumbernsku. 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.