Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 156

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 156
KENNING O G STARF i STARFSMENNTUN legum úrlausnarefnum sem eru einstök sinnar tegundar. Eftir hverjum á að apa þegar breyta skal rétt á sviði erfðatækni og erfðavísinda? Ef ýta skal undir siðferðilegan þroska hjá fólki í sérhæfðum greinum þarf fleira að koma til en gott fordæmi. Það sem einkum virðist mikilvægt er að sporna gegn þeirri þröngu tæknihugsun sem sífellt mæðir á (og oft af brýnni nauðsyn) við þá þjálfun sem lýtur að tæknilega þættinum. Heimspekingurinn Sidney Hook kemst svo að orði að í sífellt auknum mæli sé „hugsun orðin að hugsun á sérhæfðum svið- um, oftast fagsviðum, og þessari hugsun fylgir sú tilfinning að fyrir utan þetta svið skipti engu máli hvernig ályktanir eru dregnar, eða sú tilfinning að hvaða tvær ályktanir sem er séu jafngildar."12 Mótvægið gegn slíkri tæknihugsun fæst ekki með því að ástunda greinar sem talið hefur verið að „þjálfi heilann", svo sem latínu og stærðfræði, heldur miklu frekar með því að beina athyglinni að víðari sviðum. Þessum tilgangi þjónar kennsla í tungumálum, bókmenntum, sögu, fræðum og vísindum þeirra sjálfra vegna, og þjálfun í því að taka umræður og hugmyndir líð- andi stundar til gagnrýninnar skoðunar. Ástundun greina af þessu tagi er hluti af starfsmenntun vegna þess að hún ýtir undir siðferðilegan þroska og getu fagmann- eskjunnar til að starfa vel, ekki bara af tæknilegri getu heldur einnig af siðferðilegri réttsýni. LOKAORÐ Starfsmenntun felst í þroska faglegra dygða; þeirra eiginleika sem gera einstakling að góðri fagmanneskju. Góð fagmanneskja hefur siðvit til að meta af skynsemi þau markmið sem störf hennar þjóna og hún er fær í að ná þeim markmiðum sem hún setur sér. Verkleg þjálfun er að sjálfsögðu ómissandi, eigi siðvitið og tæknilega færnin að þroskast. Hvort tveggja krefst ávana og góðra fyrirmynda. Bóklegt nám er þó ekki síður nauðsynlegt. Siðferðileg dómgreind fagmann- eskju krefst víðsýni, til að geta litið á starfsgreinina frá ýmsum sjónarhornum og ræktað með sér skilning á hlutverki sínu sem fagmanneskju. Slíka víðsýni má reyna að ýta undir með ýmsum leiðum, en þó varla með neinni töfraformúlu. Án efa er brýnt að nemandinn fái tækifæri til að kynna sér og íhuga þá menningu og sam- félag sem starfsgreinin er hluti af, hugi að sögu og sjálfsskilningi starfsgreinarinnar og verði fær um að taka þátt í starfi fagfólks úr ólíkum menningarheimum. Bóklegt nám í sögu, tungumálum, bókmenntum og félagsfræðum geta því gegnt mikilvægu hlutverki. Bóklegt nám er einnig ómissandi þáttur í að efla tæknilega þáttinn. Fagmann- eskjan þarf að geta brugðist við breytilegum aðstæðum, tileinkað sér nýja tækni, að- ferðir og hugmyndir og jafnvel tekið þátt í mótun nýrrar þekkingar og tækni. Nem- endur í starfsgreinanámi þurfa þess vegna að læra mun fleira en þau vinnubrögð sem tíðkast á hverjum tíma. Jafnframt getur traust þekking á þeim staðreyndum og 12 Sidney Hook, „Education for Modem Man", í Steven M. Cahn, Classic and Contemporary Readings in the Philosophy ofEducation, McGraw-Hill 1997, s. 488-498,493. 254
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.