Hugur - 01.01.2002, Side 11
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur?
Hugur
Það er mjög freistandi að taka þá afstöðu að hér sé þörf á rökfærslu fyr-
ir siðferðisreglum á forsiðferðilegum forsendum. Með forsiðferðilegum
forsendum er hér átt við forsendur sem eru svo óumdeilanlegar að jafn-
vel siðleysingi geti fallist á þær. (Með siðleysingja á ég við þann sem
hafnar siðferðinu með öllu.)3 Hugsunin er síðan sú að - öfugt við það
sem siðleysinginn sjálfur telur - verði hann að fallast á siðferðilegu nið-
urstöðurnar ef hann felst á þessar forsiðferðilegu forsendur.
Hvers vegna er freistandi að telja að forsendur rökfærslunnar verði að
vera forsiðferðilegar? Það er í fyrsta lagi freistandi með tilliti til spurn-
ingarinnar hvort það er yfir höfuð skynsamlegt að vera siðlegur. Ef for-
sendurnar eru ekki forsiðferðilegar, þá virðist engin leið vera að sýna að
það sé skynsamlegt að vera siðlegur án þess að gefa sér það sem á að
sanna. Það er líka freistandi að telja að forsendurnar verði að vera for-
siðferðilegar með tilliti til spurningarinnar um það hvort skera megi
skynsamlega úr siðferðiságreiningi. Þar sem ágreiningurinn er siðferði-
legur, virðist vera þörf á forsiðferðilegum mælikvarða til að skera úr um
ágreininginn með hlutlausum og hlutlægum hætti.
Augljóslega er því freistandi að telja að siðferðið þarfnist forsiðferði-
legrar réttlætingar. Ég mun hins vegar halda því fram að við ættum að
standast þá freistingu.4
Forsiðferðilegar röksemdir
Heimspekisagan er full af tilraunum til að setja fram forsiðferðilegar
réttlætingar á siðferðinu. Röksemdir fornaldarheimspekingsins Platóns
í Ríkinu má túlka með þessum hætti; hið sama má segja um nýaldar-
heimspekingana Thomas Hobbes og Immanuel Kant.5 Margir samtíma-
sagði í upphafi, felst þessi fyrirlestur í yfirliti um efni bókarinnar. Ég hef því
þurft að einfalda efnið mjög. Ég vil biðja hugsanlega gagnrýnendur kenninga
minna að styðjast við bókina. Tilvísanir í neðanmálsgreinum eiga að hjálpa les-
endum að finna viðeigandi staði í bókinni.
3 I MMS tala ég um efahyggjumann um siðferði í þessu samhengi. Um hann er
nánar fjallað á bls. 16-20, 99-104, 116-119, 199-200, 265.
4 Um þessa freistingu og almennt um rök mín fyrir því að við ættum að standast
hana, sjá bls. 5-6, 31-32, 34-35, 45-46, 166, 224-225, 257-261.
5 Jafnvel þótt ég tali í MMS um „kantískar" og „hobbesískar" kenningar í þessu
samhengi (bls. 6-7), tek ég þar enga afstöðu til þess hvort Kant og Hobbes ber
að túlka með þessum hætti. í tilefni af athugasemd frá Jóni Kalmannssyni, er
líka rétt að benda á að í bókinni minnist ég ekki á Platón og að ég tek hér enga
afstöðu til réttmæti þessarar túlkunar. Þessir höfundar eru hér einungis nefnd-
ir til að gefa grófa hugmynd um efnið.
9