Hugur - 01.01.2002, Side 19

Hugur - 01.01.2002, Side 19
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur? Hugur um skynsemi, er gagnlegt að bera kenningu mína saman við kenningar Habermas annars vegar og kenningar Richards Rorty hins vegar. Kenningar Habermas og Rorty og inntakskenningin fela í sér ólíkar skoðanir á réttlætingum á fordæmingu athafna og skynsemi þeirra. Tök- um sem dæmi að ákveðna athöfn beri að fordæma vegna þess að hún er niðurlægjandi fyrir fórnarlambið. Samkvæmt Habermas er fordæming- in á athöfninni skynsamleg vegna þess að hún byggist á reglum skyn- samlegrar samræðu. Eins og áður sagði, telur hann að fordæminguna verði að leiða af forsendum sem jafnvel siðleysinginn getur fallist á. Rorty telur að það sé ekki nauðsynlegt að leiða fordæminguna af slíkum forsendum: (1) Það er nóg að benda á niðurlæginguna til að fordæma at- höfnina siðferðilega, en (2) það er ekki til nein skynsamleg réttlæting á fordæmingunni. Þetta þýðir að Rorty gerir strangan greinarmun á siðferðilegri réttlæt- ingu athafna og skynsamlegri réttlætingu þeirra, sem hann telur að sé strangt til tekið ekki til. Inntakskenningin er sammála Rorty um fyrra atriðið, en gerir ekki þennan stranga greinarmun á siðferðilegri og skyn- samlegri réttlætingu. Samkvæmt inntakskenningunni (1) er nóg að benda á niðurlæginguna til að fordæma athöfnina siðferðilega og (2) að benda á niðurlæginguna sjálfa er skynsamleg réttlæting á fordæming- unni.24 Eg sagði áður að aðalkenning bókarinnar væri að krafan um forsið- ferðilega réttlætingu á siðferðinu fæli í sér afskræmingu á siðferðinu. Segja má að (1) komi orðum að þessari kenningu. Segja má að (2) komi orðum að hinni aðalkenningu bókarinnar. En þar sem niðurlæging er hér bara dæmi um inntaksmælikvarða verður að orða þessa kenningu með almennari hætti: Skynsamlegar réttlætingar á athöfnum byggja að hluta til á m/zía^smælikvörðum. Þessa aðra aðalkenningu bókarinnar mætti einnig orða svo að skýringin á því að einhver hafi skynsamlega ástæðu til að gera eitthvað felist oft í tilvísun til inntakshugtaks.25 En hvað er nákvæmlega átt við með þessari kenningu? Til að svara því er gott að byrja á því að taka dæmi. Hvers vegna ættum við ekki að ganga upp að næsta manni og segja honum að hann hafi kanínutennur og ljótt nef? Inntakskenningin gæti 24 Samanburðinn á þessum þremur kenningum er að finna á bls. 203-204. Þar bendi ég á eftirfarandi: Inntakshyggju ber að taka fram yfir Habermas vegna þess að hún gerir okkur kleift að fordæma pyntingar á réttum forsendum og inn- takshyggjuna ber að taka fram yfir Rorty vegna þess að hún gerir okkur kleift að fordæma pyntingar á skynsamlegum forsendum. 25 Þessi kenning jafngildir því sem ég kalla „substantivism"; stutta greinargerð fyr- ir henni er að finna á bls. 20-21 og 29. 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.