Hugur - 01.01.2002, Page 19
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur?
Hugur
um skynsemi, er gagnlegt að bera kenningu mína saman við kenningar
Habermas annars vegar og kenningar Richards Rorty hins vegar.
Kenningar Habermas og Rorty og inntakskenningin fela í sér ólíkar
skoðanir á réttlætingum á fordæmingu athafna og skynsemi þeirra. Tök-
um sem dæmi að ákveðna athöfn beri að fordæma vegna þess að hún er
niðurlægjandi fyrir fórnarlambið. Samkvæmt Habermas er fordæming-
in á athöfninni skynsamleg vegna þess að hún byggist á reglum skyn-
samlegrar samræðu. Eins og áður sagði, telur hann að fordæminguna
verði að leiða af forsendum sem jafnvel siðleysinginn getur fallist á.
Rorty telur að það sé ekki nauðsynlegt að leiða fordæminguna af slíkum
forsendum: (1) Það er nóg að benda á niðurlæginguna til að fordæma at-
höfnina siðferðilega, en (2) það er ekki til nein skynsamleg réttlæting á
fordæmingunni.
Þetta þýðir að Rorty gerir strangan greinarmun á siðferðilegri réttlæt-
ingu athafna og skynsamlegri réttlætingu þeirra, sem hann telur að sé
strangt til tekið ekki til. Inntakskenningin er sammála Rorty um fyrra
atriðið, en gerir ekki þennan stranga greinarmun á siðferðilegri og skyn-
samlegri réttlætingu. Samkvæmt inntakskenningunni (1) er nóg að
benda á niðurlæginguna til að fordæma athöfnina siðferðilega og (2) að
benda á niðurlæginguna sjálfa er skynsamleg réttlæting á fordæming-
unni.24
Eg sagði áður að aðalkenning bókarinnar væri að krafan um forsið-
ferðilega réttlætingu á siðferðinu fæli í sér afskræmingu á siðferðinu.
Segja má að (1) komi orðum að þessari kenningu. Segja má að (2) komi
orðum að hinni aðalkenningu bókarinnar. En þar sem niðurlæging er
hér bara dæmi um inntaksmælikvarða verður að orða þessa kenningu
með almennari hætti: Skynsamlegar réttlætingar á athöfnum byggja að
hluta til á m/zía^smælikvörðum. Þessa aðra aðalkenningu bókarinnar
mætti einnig orða svo að skýringin á því að einhver hafi skynsamlega
ástæðu til að gera eitthvað felist oft í tilvísun til inntakshugtaks.25 En
hvað er nákvæmlega átt við með þessari kenningu? Til að svara því er
gott að byrja á því að taka dæmi.
Hvers vegna ættum við ekki að ganga upp að næsta manni og segja
honum að hann hafi kanínutennur og ljótt nef? Inntakskenningin gæti
24 Samanburðinn á þessum þremur kenningum er að finna á bls. 203-204. Þar
bendi ég á eftirfarandi: Inntakshyggju ber að taka fram yfir Habermas vegna
þess að hún gerir okkur kleift að fordæma pyntingar á réttum forsendum og inn-
takshyggjuna ber að taka fram yfir Rorty vegna þess að hún gerir okkur kleift
að fordæma pyntingar á skynsamlegum forsendum.
25 Þessi kenning jafngildir því sem ég kalla „substantivism"; stutta greinargerð fyr-
ir henni er að finna á bls. 20-21 og 29.
17