Hugur - 01.01.2002, Page 21
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur?
Hugur
sú að afhafnirnar eru særandi: Réttlætingin á því að nota hugtakið sær-
andi til að gagnrýna athafnir er að þessar athafnir eru særandi. Svona
réttlætingu á notkun einhvers hugtaks mætti kalla „sjálfsréttlætingu“\
Hugtakið sjálft er hér notað til að réttlæta notkun sjálfs sín.
Nú, kæru áheyrendur, væri ég ekki hissa ef þið hugsuðuð með ykkur:
„Nú hefur Logi endanlega misst vitið. Hann hefur greinilega verið of
lengi í útlöndum. - Hvernig getur það verið að hugtak geti réttlætt eig-
in notkun? Verður ekki alltaf eitthvað annað að réttlæta notkun á ein-
hverju?"
Að mínum dómi er það ekki svo (ég er ekki gengin af göflunum).
Tengslaréttlætingin er einfaldlega ekki fullnægjandi. Það sem vantar til
að sýna nákvæmlega fram á hvað er rangt við athafnir sem eru særandi
er nákvæmlega það að þær eru særandi: Við höfum góða ástæðu til að
nota hugtakið særandi því að án þessa hugtaks getum við alls ekki kom-
ið orðum að því hvað er nákvæmlega rangt við það að fremja særandi at-
hafnir. Þess vegna eru sjálfsréttlætingar óhjákvæmilegur hluti af inn-
taksréttlætingum. Inntaksréttlætingar felast því í tvenns konar réttlæt-
ingum: Sjálfsréttlætingum og tengslaréttlætingum.26
Fram að þessu hef ég aðallega fjallað um það í hveiju inntaksréttlæt-
ingar felast. En er einhver ástæða til að halda að inntaksréttlætingar
fremur en formlegar réttlætingar gefi okkur skynsamlegar ástæður til
að gera eitthvað? Formhyggjumenn af ýmsu tagi halda því fram að rétt-
lætingar á athöfnum byggist eingöngu á formlegum mælikvörðum og
andmæli gegn inntakskenningunni eru jafnmörg og tegundir formhyggj-
unnar. Þessir gagnrýnendur segja alltaf „réttlætingar byggjast ekki á
inntaki, heldur á X“, þar sem „X“ stendur fyrir einhvern formlegan mæli-
kvarða.
Þar sem andmælin gegn inntakshyggjunni eru jafnmörg og tegundir
formhyggjunnar, er ekki hægt að færa rök fyrir inntakskenningunni um
skynsemi nema með því að gagnrýna hverja tegund formhyggju fyrir sig.
Ein vinsælasta tegund formhyggju nú á dögum er súbjektivismi í anda
Gauthiers; sú skoðun að skynsamlegast sé að uppfylla langanir sínar
sem best. Gauthier mundi því segja að það sé í sjálfu sér alls engin rök
gegn athöfn að hún sé særandi fyrir fórnarlambið eða falli undir ein-
hverja aðra innhaldslega lýsingu. Það sem skiptir máli er hvort hún upp-
fyllir langanir gerandans. í bókinni tekst ég á við hveija tegund form-
hyggju fyrir sig í röksemdafærslu minni fyrir inntakshyggju.27 Það get
26 Nánari umfjöllun um sjálfsréttlætingu og tengslaréttlætingu er að finna á bls.
152-157, 193, 204-208.
27 Sjá bls. 47, 138-151, 158-159, 162-163, 171-172, 177-178, 180-183, 186-191,
216-217, 236-242.
19