Hugur - 01.01.2002, Síða 21

Hugur - 01.01.2002, Síða 21
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur? Hugur sú að afhafnirnar eru særandi: Réttlætingin á því að nota hugtakið sær- andi til að gagnrýna athafnir er að þessar athafnir eru særandi. Svona réttlætingu á notkun einhvers hugtaks mætti kalla „sjálfsréttlætingu“\ Hugtakið sjálft er hér notað til að réttlæta notkun sjálfs sín. Nú, kæru áheyrendur, væri ég ekki hissa ef þið hugsuðuð með ykkur: „Nú hefur Logi endanlega misst vitið. Hann hefur greinilega verið of lengi í útlöndum. - Hvernig getur það verið að hugtak geti réttlætt eig- in notkun? Verður ekki alltaf eitthvað annað að réttlæta notkun á ein- hverju?" Að mínum dómi er það ekki svo (ég er ekki gengin af göflunum). Tengslaréttlætingin er einfaldlega ekki fullnægjandi. Það sem vantar til að sýna nákvæmlega fram á hvað er rangt við athafnir sem eru særandi er nákvæmlega það að þær eru særandi: Við höfum góða ástæðu til að nota hugtakið særandi því að án þessa hugtaks getum við alls ekki kom- ið orðum að því hvað er nákvæmlega rangt við það að fremja særandi at- hafnir. Þess vegna eru sjálfsréttlætingar óhjákvæmilegur hluti af inn- taksréttlætingum. Inntaksréttlætingar felast því í tvenns konar réttlæt- ingum: Sjálfsréttlætingum og tengslaréttlætingum.26 Fram að þessu hef ég aðallega fjallað um það í hveiju inntaksréttlæt- ingar felast. En er einhver ástæða til að halda að inntaksréttlætingar fremur en formlegar réttlætingar gefi okkur skynsamlegar ástæður til að gera eitthvað? Formhyggjumenn af ýmsu tagi halda því fram að rétt- lætingar á athöfnum byggist eingöngu á formlegum mælikvörðum og andmæli gegn inntakskenningunni eru jafnmörg og tegundir formhyggj- unnar. Þessir gagnrýnendur segja alltaf „réttlætingar byggjast ekki á inntaki, heldur á X“, þar sem „X“ stendur fyrir einhvern formlegan mæli- kvarða. Þar sem andmælin gegn inntakshyggjunni eru jafnmörg og tegundir formhyggjunnar, er ekki hægt að færa rök fyrir inntakskenningunni um skynsemi nema með því að gagnrýna hverja tegund formhyggju fyrir sig. Ein vinsælasta tegund formhyggju nú á dögum er súbjektivismi í anda Gauthiers; sú skoðun að skynsamlegast sé að uppfylla langanir sínar sem best. Gauthier mundi því segja að það sé í sjálfu sér alls engin rök gegn athöfn að hún sé særandi fyrir fórnarlambið eða falli undir ein- hverja aðra innhaldslega lýsingu. Það sem skiptir máli er hvort hún upp- fyllir langanir gerandans. í bókinni tekst ég á við hveija tegund form- hyggju fyrir sig í röksemdafærslu minni fyrir inntakshyggju.27 Það get 26 Nánari umfjöllun um sjálfsréttlætingu og tengslaréttlætingu er að finna á bls. 152-157, 193, 204-208. 27 Sjá bls. 47, 138-151, 158-159, 162-163, 171-172, 177-178, 180-183, 186-191, 216-217, 236-242. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.