Hugur - 01.01.2002, Page 37

Hugur - 01.01.2002, Page 37
Ásetningur Hugur skilningi," gagnstætt afturvísandi hvötum og ásetningi) jafngildir því að segja eitthvað á borð við: „Líttu á athöfnina í þessu ljósi.“ Þegar eigin at- hafnir eru útskýrðar með vísun til hvatar er ákveðnu ljósi varpað á þær. Svona skýring fæst oft sem svar við spurningunni „Hvers vegna?“ Hvort ljósið sem maður varpar á eigin athöfn er hið rétta ljós er sérdeilis erfið spurning. Hvatirnar aðdáun, forvitni, illgirni, vinátta, ótti, sannleiksást og ör- vænting, ásamt fjölda annarra, eru ýmist af þessari flóknu gerð eða framvísandi og blandaðar. Eg kalla hvöt framvísandi ef hún felur í sér ásetning. Til dæmis jafngildir það að segja að einhver hafi gert eitthvað af ótta við x oft því að segja að hann hafi gert það til að forðast x eða til að x mundi ekki gerast. Snúum okkur nú frá hvötum í hversdagslegum skilningi og „túlkandi“ hvötum og að afturvísandi hvötum. Hvers vegna er það svo að þegar um er að ræða hefnd, þakklæti, meðaumkun eða iðrun er hinn liðni atburð- ur (eða núverandi ástand) ástæða til athafnar en ekki bara andleg or- sök? Það athygliverðasta við þessar fjórar hvatir er hvernig þær fela í sér gott eða illt. Ef ég er einhveijum þakklát er það vegna þess að hann hef- ur gert mér eitthvað gott, eða að minnsta kosti tel ég hann hafa gert það, °g ég get ekki sýnt honum þakklæti með einhveiju sem ég ætla að muni skaða hann. Ef ég iðrast hef ég andstyggð á ákveðnum hlutum sem gerðu mér gott. Ég gæti ekki sýnt iðrun með því að skemmta mér eða vegna einhvers sem ég teldi ekki illt. Ef ég leita hefnda og geri eitthvað sem reynist koma sér vel fremur en illa fyrir óvin minn er athöfn mín, með því að vera óvininum hagstæð, orðin óviljaverk. Þetta er lykillinn að þeim vanda sem við okkur blasir. Ef gerandinn þarf bæði að líta svo á að hann komi einhveiju góðu eða slæmu til leið- ar með athöfninni og að ákveðinn atburður úr fortíðinni sé annað hvort góður eða slæmur til að hægt sé að segja hann ástæðu athafnarinnar þá er þessi ástæða ekki andleg orsök heldur hvöt. Það sýnir sig þegar ger- andinn hugleiðir svar sitt við spurningunni „Hvers vegna?“ Svo gæti virst sem þetta væri ekki það sem mikilvægast er í þessu sambandi heldur hitt að hægt er að spyrja um fyrirhugaða athöfn og svarið getur þá falið í sér eitthvað um fortíðina: „Ég ætla að drepa hann.“ - „Hvers vegna?“ - „Hann drap fóður minn.“ En vitum við hvað fyrirætl- un um athöfn er annað en að í henni felst forspá sem réttlætt er með til- vísun í ástæðu til athafnar? Auk þess er merking hugtaksins „ástæða til athafnar“ nákvæmlega það sem við leitumst við að skýra hér. Er ekki hægt að spá fyrir um andlegar orsakir og afleiðingar þeirra, eða jafnvel afleiðingarnar eftir að orsakirnar hafa átt sér stað? Til dæmis: „Þetta á 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.