Hugur - 01.01.2002, Síða 37
Ásetningur
Hugur
skilningi," gagnstætt afturvísandi hvötum og ásetningi) jafngildir því að
segja eitthvað á borð við: „Líttu á athöfnina í þessu ljósi.“ Þegar eigin at-
hafnir eru útskýrðar með vísun til hvatar er ákveðnu ljósi varpað á þær.
Svona skýring fæst oft sem svar við spurningunni „Hvers vegna?“ Hvort
ljósið sem maður varpar á eigin athöfn er hið rétta ljós er sérdeilis erfið
spurning.
Hvatirnar aðdáun, forvitni, illgirni, vinátta, ótti, sannleiksást og ör-
vænting, ásamt fjölda annarra, eru ýmist af þessari flóknu gerð eða
framvísandi og blandaðar. Eg kalla hvöt framvísandi ef hún felur í sér
ásetning. Til dæmis jafngildir það að segja að einhver hafi gert eitthvað
af ótta við x oft því að segja að hann hafi gert það til að forðast x eða til
að x mundi ekki gerast.
Snúum okkur nú frá hvötum í hversdagslegum skilningi og „túlkandi“
hvötum og að afturvísandi hvötum. Hvers vegna er það svo að þegar um
er að ræða hefnd, þakklæti, meðaumkun eða iðrun er hinn liðni atburð-
ur (eða núverandi ástand) ástæða til athafnar en ekki bara andleg or-
sök?
Það athygliverðasta við þessar fjórar hvatir er hvernig þær fela í sér
gott eða illt. Ef ég er einhveijum þakklát er það vegna þess að hann hef-
ur gert mér eitthvað gott, eða að minnsta kosti tel ég hann hafa gert það,
°g ég get ekki sýnt honum þakklæti með einhveiju sem ég ætla að muni
skaða hann. Ef ég iðrast hef ég andstyggð á ákveðnum hlutum sem
gerðu mér gott. Ég gæti ekki sýnt iðrun með því að skemmta mér eða
vegna einhvers sem ég teldi ekki illt. Ef ég leita hefnda og geri eitthvað
sem reynist koma sér vel fremur en illa fyrir óvin minn er athöfn mín,
með því að vera óvininum hagstæð, orðin óviljaverk.
Þetta er lykillinn að þeim vanda sem við okkur blasir. Ef gerandinn
þarf bæði að líta svo á að hann komi einhveiju góðu eða slæmu til leið-
ar með athöfninni og að ákveðinn atburður úr fortíðinni sé annað hvort
góður eða slæmur til að hægt sé að segja hann ástæðu athafnarinnar þá
er þessi ástæða ekki andleg orsök heldur hvöt. Það sýnir sig þegar ger-
andinn hugleiðir svar sitt við spurningunni „Hvers vegna?“
Svo gæti virst sem þetta væri ekki það sem mikilvægast er í þessu
sambandi heldur hitt að hægt er að spyrja um fyrirhugaða athöfn og
svarið getur þá falið í sér eitthvað um fortíðina: „Ég ætla að drepa hann.“
- „Hvers vegna?“ - „Hann drap fóður minn.“ En vitum við hvað fyrirætl-
un um athöfn er annað en að í henni felst forspá sem réttlætt er með til-
vísun í ástæðu til athafnar? Auk þess er merking hugtaksins „ástæða til
athafnar“ nákvæmlega það sem við leitumst við að skýra hér. Er ekki
hægt að spá fyrir um andlegar orsakir og afleiðingar þeirra, eða jafnvel
afleiðingarnar eftir að orsakirnar hafa átt sér stað? Til dæmis: „Þetta á
35