Hugur - 01.01.2002, Page 39
Ásetningur
Hugur
draga fram muninn á þessu tilviki og til dæmis því þegar við snúum okk-
ur við vegna þess að einhver segir „bö!“ Þetta tilvik fellur ekkert skýrar
undir annað fremur en hitt. Ef við erum tilneydd að flokka hljóðið sem
rekið var upp annað hvort sem ástæðu eða orsök mundum við líklega
meta það út frá því hve snögg viðbrögðin voru. Ennfremur er ekki um að
ræða neinn skilning á orðum í tilviki eins og þessu: „Hvers vegna varstu
að veifa fingrunum við gagnaugun?“ - „Vegna þess að hann var að gera
það.“ Þetta er ekki svo ólíkt því að hengja upp hattinn sinn vegna þess
að gestgjafinn hafi sagt: „Hengdu upp hattinn þinn.“ Ef við værum til-
neydd að gera þennan greinarmun þá værum við, í grófum dráttum, lík-
legri til að tala um orsök eftir því sem athöfnin líktist meira beinni svör-
un en líklegri til að tala um ástæðu eftir því sem athöfnin líktist meira
viðbrögðum við einhverju sem hefur þýðingu sem staldrað er við eða við-
brögðum sem hafa með hugsanir og spurningar að gera. í íjölda tilvika
hefur þessi greinarmunur þó enga þýðingu.
Þetta þýðir þó ekki að greinarmunurinn hafi aldrei þýðingu. Tilvikin
sem við byggðum greinarmuninn á gætum við kallað fullmótuð, þ.e.a.s.
annars vegar er um að ræða tilvik á borð við hefnd og hins vegar um það
sem kom mér til að stökkva á fætur og hrinda bolla niður af borðinu. í
grófum dráttum felur ástæða til athafnar í sér ástæðu til að við henni sé
brugðist, ekki eins og þegar sagt er: „Þú ættir ekki að hrökkva svona við
af hávaða, ættirðu ekki að fara til læknis?“ heldur þannig að það sé tengt
hvötum og ásetningi. „Gerðirðu það vegna þess að hann sagði þér það?
En hvers vegna gerirðu eins og hann segir?“ Svör á borð við: „Hann hef-
ur gert svo margt fyrir mig,“ „hann er faðir minn“ eða „það hefði komið
mér í koll að gera það ekki“ benda til þess að upphaflega svarið skuli telj-
ast ástæða. Þess vegna eru fullmótuðu tilvikin þau sem líta þarf til ef
skoða á greinarmuninn á ástæðu og orsök. Þó er vert að hafa í huga að
það sem svo oft er sagt, að ástæða og orsök séu alltaf skýrt aðgreind, er
ekki satt.
37