Hugur - 01.01.2002, Síða 42

Hugur - 01.01.2002, Síða 42
Hugur W.V. Quine ósannindi. Eins mætti segja að það sem virðist vísun til staðreyndar handan við snjóinn og lit hans sé ekki annað en orðalag. Gott og vel, svo lengi sem við getum litið þannig á málið hef ég ekki yf- ir neinu að kvarta. En innan heimspekilegrar rökfræði er tilhneiging sem ekki er hægt að afgreiða með þessum hætti. Hér hafa menn farið af- vega hvað varðar merkingu setninga frekar en staðreyndir. Merking setningar er kölluð staðhæfing1 og á hana er litið sem sértækan hlut með sjálfstæða tilvist. Þessar staðhæfingar frekar en setningarnar sjálfar eru sagðar sannar eða ósannar. Og þessar staðhæfingar eru það sem fólk veit eða trúir eða efast um eða finnst augljósar eða ótrúlegar. Umburðarlyndi heimspekinga í garð staðhæfinga á að einhverju leyti rætur í tvíræðni orðsins ‘staðhæfing’. Orðið er stundum einfaldlega not- að yfir setningarnar sjálfar, staðhæfandi setningar (e. declarative sentences); og svo gera sumir þeirra sem nota orðið yfir merkingu setn- inga ekki skýran greinarmun á setningum og merkingu setninga. Þegar ég ræðst gegn staðhæfingum á næstu blaðsíðum þá beini ég auðvitað spjótum mínum að staðhæfingum sem merkingu setninga. Sumir heimspekingar sýna lofsverða feimni þegar kemur að staðhæf- ingum í þessum hlaðna skilningi og hafa í þess orðs stað hallað sér að orðinu ‘fullyrðing’ (e. statement). Spurningin sem ég spurði í upphafi þessarar greinar ber merki þessarar óljósu notkunar orðsins. Hversdags- leg notkun mín á orðinu ‘fullyrðing’ í fyrri bókum er ekki óljós með sama hætti, þar notaði ég orðið einfaldlega yfir staðhæfandi setningar, eins og þar er ljóst. Síðar hætti ég að nota þetta orð vegna þess að í Oxford fóru menn að nota það yfir athöfnina að fullyrða eitthvað. Tilvísun í fullyrð- ingar í þessum tilvikum, frekar en staðhæfingar, skýrir ekkert. Eg mun ekki segja meira um fullyrðingar, en snúa mér að staðhæfingum. Þegar heimspekingar hleypa staðhæfingum inn í verufræði sína, hvort heldur það er fyrir athugunarleysi eða vegna yfirdrifinnar gestrisni, þá líta þeir gjarnan svo á að það séu staðhæfingar frekar en setningar sem eru sannar eða ósannar. Þeim finnst að þeir spari sér eitt skref með þessu. Rifjum upp að Þjóðverjinn segir sannleikann svo fremi (1) ‘Der Schnee ist weiss’ þýði að snjór sé hvítur og (2) snjórinn sé hvítur. Stað- hæfingasinninn sparar sér skref (1). Staðhæfingin að snjór sé hvítur er sönn svo framarlega sem (2) snjór er hvítur. Svo einfalt er það. Staðhæf- 1 ‘Staðhæfing’ er þýðin á enska orðinu ‘proposition’. Stundum hefur orðið ‘yrðing’ verið notað sem þýðing á ‘proposition’ en sú þýðing hefur þann galla að ‘yrðing’ er dregið af‘orð’ en staðhæfingar eru óháðar orðum eða tilteknum tungumálum. Orðið ‘staðhæfing’ hefur ennfremur þann kost að vera samstofna orðinu ‘staðreynd’ en staðhæfingar og staðreyndir eru náskyldar - ef þær eru þá til. [þýð.] 40 A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.