Hugur - 01.01.2002, Side 43

Hugur - 01.01.2002, Side 43
Merking og sannleikur Hugur ingasinninn kemur sér hjá flækjum sem stafa af mismuni ólíkra tungu- mála eða margvíslegu orðalagi innan sama tungumáls. Andóf mitt gegn staðhæfingum stafar ekki fyrst og fremst af heim- spekilegri sparsemi - þeirri draumsýn að ekki séu til fleiri hlutir á himni og jörð en nauðsyn krefur. Og það stafar ekki heldur af stakhyggju (e. particularism) - þeirri hugmynd að óáþreifanlegir eða sértækir hlutir séu ekki til. Andóf mitt er brýnna en svo. Af staðhæfingum flýtur ákveð- in hugmynd um samnefni eða jafngildi ólíkra setninga: Þær setningar eru jafngildar sem tjá sömu staðhæfinguna. Andóf mitt felst í því að ekki sé hægt að gera hlutlæga grein íyrir viðeigandi jafngildistengslum milli setninga. Takist mér að leiða þetta í ljós er rekinn fleinn í tilgátuna um að til séu staðhæfingar. Staðhæfmgar sem upplýsingar Við tölum gjarnan um að setningar hafi sömu eða ólíka merkingu. Þetta er svo hversdagsleg málnotkun að okkur hættir til að halda að hún sé skýrari en hún er í raun og veru. I raun er hún óljós og alltof háð kring- umstæðum hvað átt er við. Ef við höfum eftir í óbeinni ræðu það sem ein- hver hefur sagt þá notum við setningu sem hefur svipaða merkingu og upprunalega setningin. í slíku tilviki gæti maður talist hafa brenglað upphaflega merkingu þess sem sagt var með því einu að nota niðrandi orð í staðinn fyrir hlutlaust orð sem þó vísar til sama hlutar. Orðavíxlið er misvísandi um viðhorf mannsins og þar með um merkingu þess sem hann sagði. í öðru samhengi, þar sem við viljum koma til skila hlutlæg- um upplýsingum án tillits til viðhorfa, þá þarf víxl ekki að vera misvís- andi þó að niðrandi orð komi í stað hlutlauss. í textaþýðingum breytist viðmiðið um hvenær orð og setningar hafa sömu merkingu á svipaðan hátt eftir því hvort við höfum áhuga á ljóðrænum eiginleikum textans eða þeim hlutlægu upplýsingum sem þar koma fram. I dæmunum hér að ofan er það seinni kosturinn sem er viðfangsefni mitt, að ein setning sé lík annarri um merkingu vegna þess að þær merki sömu staðhæfinguna; að hlutlægu upplýsingarnar séu hinar sömu hvað sem viðhorfum eða ljóðrænum eiginleikum líður. Ef hugtakið um sömu hlutlægu upplýsingarnar væri nægjanlega skýrt þá væri ekkert við stað- hæfingar að sakast. Hugtakið um upplýsingar er reyndar nógu skýrt svo fremi það sé sett í viðeigandi samhengi. Það er grundvallarhugtak í samskiptafræði (e. theory of communication). Hugtakið á rétt á sér þegar við höfum fyrir- fram gefið tiltekið fylki möguleika - einhverskonar uppsláttarlista. Það 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.