Hugur - 01.01.2002, Page 49
Merking og sannleikur
Hugur
tengjast með þeim ströngu jafngildisvenslum að í hvaða setningu sem er
má víxla þeim að óbreyttu sanngildi. Þessi jafngildisvensl setninga hafa
þann galla að þau byggja á samskonar byggingu, en þennan galla má
bæta nokkuð með því að leyfa tiltekin málfræðileg frávik.
Nú skulum við huga nánar að hugmyndinni um að orð eigi sér sam-
heiti í öðru orði eða orðasambandi. Tökum sem dæmi orðasambandið
‘dýr með hjarta’, sem við getum kallað ‘hjörtunga’ til styttingar, og ‘dýr
með nýru’ sem við getum kallað ‘nýrunga’. Öll þessi íjögur orð eða orða-
sambönd eiga við sömu dýrin, en samt skyldum við ekki segja að þau séu
samheiti. Einungis ‘hjörtungur’ og ‘dýr með hjarta’ annars vegar og
‘nýrungur’ og dýr með nýra’ hins vegar geta talist samheiti. En hvernig
skyldi skilgreiningu okkar á samheiti sem víxlun að óbreyttu sanngildi
reiða af í þessu tilviki? Getum við sýnt fram á að það megi víxla ‘hjört-
ungur’ og ‘dýr með hjarta’ án þess að orðin ‘hjörtungur’ og ‘nýrungur’
víxlist?
Kannski, kannski ekki, það veltur allt á því hvaða setningarsnið eru
tiltæk. Ef við höfum setningarsniðið:
(1) Allir hjörtungar eru nauðsynlega hjörtungar,
þá getum við gert greinarmuninn sem við erum á höttunum eftir. Víxl
orðanna ‘hjörtungur’ og ‘nýrungur’ bregðast eins og til var ætlast. Ástæð-
an er sú að eins og hún stendur er setning (1) sönn en ef við tökum
seinna tilvikið af orðinu ‘hjörtungur’ og setjum orðið ‘nýrungur’ í staðinn
verður útkoman ósönn setning. En á sama tíma má víxla orðinu ‘hjört-
ungur’ við ‘dýr með hjarta’ í (1) þar sem allir hjörtungar eru, samkvæmt
skilgreiningu, dýr með hjarta.
En þessi velgengni veltur á auðlegð tungumálsins eins einkennilegt og
það er. Ef við hefðum ekki getað notað atviksorðið ‘nauðsynlegt’ þannig
að það ætti við um ‘allir hjörtungar hafa hjarta’ en ætti ekki við um ‘all-
ir hjörtungar eru nýrungar’, þá hefðum við ekki getað gert greinarmun
á þeim orðum sem eru samheiti og hinum sem eru ekki samheiti með
þessum hætti. Og ástæða þess að við getum ekki með góðu móti byggt
skilgreiningu okkar á samheiti eða jafngildi á atviksorðinu ‘nauðsynleg-
a’ er að það er öldungis jafn torrætt og hin hugtökin. Ef atviksorðið dygði
þá gætum við skilgreint jafngildi á augabragði: Setningar eru jafngildar
ef það er nauðsynlegt að þær séu annað hvort báðar sannar eða báðar
ósannar.
Gott og vel, það má taka önnur dæmi. Setningin
(2) Tommi heldur að allir hjörtungar séu hjörtungar
47