Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 49

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 49
Merking og sannleikur Hugur tengjast með þeim ströngu jafngildisvenslum að í hvaða setningu sem er má víxla þeim að óbreyttu sanngildi. Þessi jafngildisvensl setninga hafa þann galla að þau byggja á samskonar byggingu, en þennan galla má bæta nokkuð með því að leyfa tiltekin málfræðileg frávik. Nú skulum við huga nánar að hugmyndinni um að orð eigi sér sam- heiti í öðru orði eða orðasambandi. Tökum sem dæmi orðasambandið ‘dýr með hjarta’, sem við getum kallað ‘hjörtunga’ til styttingar, og ‘dýr með nýru’ sem við getum kallað ‘nýrunga’. Öll þessi íjögur orð eða orða- sambönd eiga við sömu dýrin, en samt skyldum við ekki segja að þau séu samheiti. Einungis ‘hjörtungur’ og ‘dýr með hjarta’ annars vegar og ‘nýrungur’ og dýr með nýra’ hins vegar geta talist samheiti. En hvernig skyldi skilgreiningu okkar á samheiti sem víxlun að óbreyttu sanngildi reiða af í þessu tilviki? Getum við sýnt fram á að það megi víxla ‘hjört- ungur’ og ‘dýr með hjarta’ án þess að orðin ‘hjörtungur’ og ‘nýrungur’ víxlist? Kannski, kannski ekki, það veltur allt á því hvaða setningarsnið eru tiltæk. Ef við höfum setningarsniðið: (1) Allir hjörtungar eru nauðsynlega hjörtungar, þá getum við gert greinarmuninn sem við erum á höttunum eftir. Víxl orðanna ‘hjörtungur’ og ‘nýrungur’ bregðast eins og til var ætlast. Ástæð- an er sú að eins og hún stendur er setning (1) sönn en ef við tökum seinna tilvikið af orðinu ‘hjörtungur’ og setjum orðið ‘nýrungur’ í staðinn verður útkoman ósönn setning. En á sama tíma má víxla orðinu ‘hjört- ungur’ við ‘dýr með hjarta’ í (1) þar sem allir hjörtungar eru, samkvæmt skilgreiningu, dýr með hjarta. En þessi velgengni veltur á auðlegð tungumálsins eins einkennilegt og það er. Ef við hefðum ekki getað notað atviksorðið ‘nauðsynlegt’ þannig að það ætti við um ‘allir hjörtungar hafa hjarta’ en ætti ekki við um ‘all- ir hjörtungar eru nýrungar’, þá hefðum við ekki getað gert greinarmun á þeim orðum sem eru samheiti og hinum sem eru ekki samheiti með þessum hætti. Og ástæða þess að við getum ekki með góðu móti byggt skilgreiningu okkar á samheiti eða jafngildi á atviksorðinu ‘nauðsynleg- a’ er að það er öldungis jafn torrætt og hin hugtökin. Ef atviksorðið dygði þá gætum við skilgreint jafngildi á augabragði: Setningar eru jafngildar ef það er nauðsynlegt að þær séu annað hvort báðar sannar eða báðar ósannar. Gott og vel, það má taka önnur dæmi. Setningin (2) Tommi heldur að allir hjörtungar séu hjörtungar 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.