Hugur - 01.01.2002, Side 51
Merking og sannleikur
Hugur
við getum útskýrt sannleika setninga fyrir staðhæfmgasinna á hans eig-
in forsendum. Þær setningar eru sannar sem merkja sannar staðhæfing-
ar. Ef eitthvað er óskiljanlegt hér er það hans eigin sök.
En það er djúpstæðari og óræðari ástæða fyrir því að honum finnst
sannleikur skiljanlegur fyrst og fremst sem eiginleiki staðhæfinga.
Astæðan er að sannleikur skyldi velta á veruleika, ekki tungumáli; og
setningar eru hluti af tungumáli. Vissulega er aðferð staðhæfingasinn-
ans við að grafa upp veruleika handa sannleikanum hálf óþrifaleg; ein-
hverskonar ímynduð vörpun frá setningum. En hann hefur á réttu að
standa þegar hann segir að sannleikurinn skuli velta á veruleika. Eng-
in setning er sönn nema fyrir álög veruleikans. Setningin ‘snjór er hvít-
ur’ er sönn, eins og Tarski hefur kennt okkur, ef og aðeins ef alvöru snjór
er hvítur í alvörunni. Sömu sögu er að segja um setninguna ‘der Schnee
ist weiss’. Hér er það ekki tungumálið sem skiptir máli. Þegar við tölum
um sannleika tiltekinnar setningar tökum við á okkur krók; það færi
betur að segja setninguna einfaldlega og tala þar með ekki um tungumál
heldur um heiminn. Á meðan við tölum einungis um sannleika afmark-
aðra setninga er hin fullkomna kenning um sannleikann sú sem Wilfrid
Sellars kallaði hvarfhyggju um sannleikann (e. disappearance theory).
Sannleikurinn veltur á veruleika, en að andmæla því að setningar séu
sannar á þessum forsendum er ruglingur. Sannleiksumsögnin kemur að
gagni einmitt þar sem við erum knúin, vegna tiltekinna tæknilegra ann-
marka, til að tala um setningar þótt það sem okkur varði um sé veruleik-
inn. Með sannleiksumsögninni bendum við í gegnum setningarnar og á
veruleikann; hún minnir okkur á að þótt við tölum um setningar þá er
það veruleikinn sem máli skiptir.
En í hvaða tilvikum er það þá sem við fórum þessa krókaleið að tala
um setningar þó að það sé veruleikinn handan tungumálsins sem okkur
varðar um? Við förum þessa krókaleið þegar við viljum alhæfa um atriði
sem ekki er hægt að ná yfir með því að alhæfa um hlutina sjálfa.
Við getum alhæft útfrá ‘Tommi er dauðlegur’, ‘Dick er dauðlegur’ og svo
framvegis, án þess að tala um sannleika setninga. Við segjum: ‘Allir menn
eru dauðlegir’. Á svipaðan hátt getum við alhæft útfrá ‘Tommi er Tomm-
i’, ‘Dick er Dick’, ‘0 er 0’ og svo framvegis, með því að segja: ‘Sérhver hlut-
ur er það sem hann er’. En þegar við viljum alhæfa útfrá ‘Tommi er dauð-
legur eða Tommi er ekki dauðlegur’, ‘snjór er hvítur eða snjór er ekki hvít-
ur’ og þannig áfram, þá verðum við að færa okkur upp á svið tungumáls-
ins og tala um sannleika og setningar. Við segjum: ‘Sérhver setning með
sniðinu ‘p eða ekki p’ er sönn’. Það sem veldur þessari uppfærslu er ekki
að ‘Tommi er dauðlegur eða Tommi er ekki dauðlegur’ er um tungumálið
á meðan setningarnar ‘Tommi er dauðlegur’ og ‘Tommi er Tommi’ eru um
49