Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 52

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 52
Hugur W.V. Quine Tomma. Þær eru allar þrjár um Tomma. Uppfærslan er nauðsynleg vegna þess hvernig tilvikin sem við alhæfum um tengjast. Við gátum alhæft ‘allir menn eru dauðlegir’ án slíkrar yíirfærslu vegna þess að breytingarnar sem verða frá einu tilviki til annars - ‘Tommi er Tommi’, ‘Dick er Dick’, ‘0 er 0’ - eru breytingar á nöfnum. Sömu sögu er að segja um ‘allir menn eru dauðlegir’. Þessa alhæfingu má orða þannig: ‘x er dauðlegur fyrir alla menn x’ - alla hluti x sem eru af þeirri tegund sem ‘Tommi’ er nafn á. En hvað væri samsvarandi orðalag fyrir ‘Tommi er dauðlegur eða Tommi er ekki dauðlegur’? Það væri ‘p eða ekki p fyrir alla hluti p af þeirri tegund sem setningar eru nöfn á’. En setningar eru ekki nöfn og þetta orðalag er því ekki sjálfu sér samkvæmt. Hér kemur ‘p’ fyrir bæði í hlutverki setningar og nafnliðs. Og af þessari ástæðu verð- um við að færa okkur upp um eitt þrep til að geta alhæft með viðeigandi hætti: ‘Sérhver setning með sniðinu ‘p eða ekki p’ er sönn’. Vissulega má taka orðalag sem ekki er sjálfu sér samkvæmt og gefa því merkingu, hefði það eitthvað upp á sig. Maður getur látið setningar standa sem nöfn með því að tilgreina hvað það er sem þær eiga að nefna. Maður gæti látið þær nefna staðhæfingar. Hér að framan, þegar staðhæf- ingar voru enn til athugunar, talaði ég um þær sem merkingu setninga frekar en hluti sem setningar nefna. En menn geta vissulega ákveðið að setningar skuli nefna staðhæfingar, og þeir eru til sem hafa farið þessa leið. En þangað til að slík leið er valin er stafurinn ‘p’ ekki breyta sem nær yfir hluti. Þetta er einungis mynsturstafur fyrir setningar, einungis tilbúið tákn til að merkja stað fyrir innskotssetningu í tilteknu rökformi eða setningarsniði. En um leið og setningar eru gerðar að nöfnum á stað- hæfingum þá fær stafurinn ‘p’ aukahlutverk sem breyta sem nær yfir til- tekna hluti, nefnilega staðhæfingar. Eftir það getum við sagt, með góðu móti, ‘p eða ekki p fyrir allar staðhæfingar p’. En þessi leið hefur þann galla að reiða sig á staðhæfingar sem við sá- um ástæðu til að hafna. En auk þess þá græðum við ekkert á að fara þessa leið þar sem við getum alhæft að vild án þess að kalla til staðhæf- ingar með því einu að færa okkur upp eitt þrep og segja að setningar séu sannar. Þessi yfirfærsla yfir á svið tungumálsins er einungis stundleg því gagnsemi sannleiksumsagnarinnar er einmitt að hún afmáir vísun í tungumálið. Sannleiksumsögnin minnir okkur á að þótt við höfum fært okkur yfir í að tala um setningar þá er það heimurinn sjálfur sem við höfum augastað á. Þessi eiginleiki sannleiksumsagnarinnar að afmá vís- un í tungumálið er augljós í setningu Tarskis: ‘Snjór er hvítur’ er sönn ef og aðeins ef snjór er hvítur. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.