Hugur - 01.01.2002, Page 57
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 55-76
Stefán Snævarr
„Sálin í Hrafnkötlu“
Bókmenntir, túlkanir og efahyggja1
Handa fóður mínum en hann
sagði mér söguna um sálina
í Hrafnkötlu.
Rektor nokkur norðan heiða flutti nemendum sínum þann boðskap að
Hrafnkels saga hefði gefið eðli, gefinn kjarna sem hann nefndi „sálina í
Hrafnkötlu“. Voru nemendur miskunnarlaust felldir á prófum ef þeir
stóðu á gati þegar spurt var um sálartetrið í sögunni.
Skólameistarinn var ljóslega fylgjandi hlutlægnishyggju um túlkanir á
bókmenntum. Sérhvert verk á sér sína einu sönnu túlkun og þar með
basta búið, segja öfgafullir hlutlægnissinnar. En margt virðist benda til
þess að slík hlutlægnishyggja eigi ekki við rök að styðjast. Til dæmis er
til mýgrútur mismunandi túlkana á Hamlet sem stangast meira eða
minna á. Ekki virðist hlaupið að því að finna sálina í Hamlet því vand-
séð er hvaða tækjum beita skuli við leitina. Bókmenntaverkið er eins og
mannskepnan samkvæmt kokkabókum Búdda, það hefur þúsund sálir.
Því er engin furða þótt þeirri skoðun hafi vaxið fiskur um hrygg að túlk-
anir á bókmenntaverkum séu öldungis persónu-, kyn-, og samfélags-
bundnar. Hvítur íslenskur karlmaður skilur Hamlet allt öðrum skilningi
en þeldökk, kynhverf kona frá Kúala Lúmpur, túlkun á textum er afstæð
og/eða huglæg, „sínum augum lítur hver á silfrið“. Þessa skoðun kalla ég
1 Þessi grein byggir á fyrirlestri sem ég hélt á vegum Félags áhugamanna um
heimspeki í september árið 1999. Sérstakar þakkir færi ég Merði Árnasyni og
Magnúsi Diðrik Baldurssyni fyrir skynsamlegar athugasemdir við fyrirlestur-
inn, Jóni Ólafssyni fyrir velhugsaðar athugasemdir við skriflega útgáfu.
55