Hugur - 01.01.2002, Side 60

Hugur - 01.01.2002, Side 60
Hugur Stefán Snævarr fella meiðinn þann arna. En áður en ég hefst handa við skógarhögg vil ég bæta við rollu mína um hug- og afstæðishyggju að einhvers konar al- menn efahyggja um túlkanir er röklega möguleg. Með „almennri efa- hyggju“ á ég við efahyggju sem ekki verður auðflokkuð í hug- eða afstæð- ishyggju en lætur sér nægja að efast um að til séu hlutlægar túlkanir. Fylgjendur þeirrar stefnu gætu sagt að sönnunarbyrðin hvíldi á and- skotum efahyggjunnar og hyggst ég nú axla þá byrði. Ég ætla ekki að verja hlutlægnishyggju í anda skólameistarans heldur boða fagnaðarer- indi fallveltishyggju. Við getum þrátt fyrir allt greint hafrana frá sauð- unum, skilið milli góðra og slæmra túlkana með altækum hætti þótt túlkanir okkar hljóti ævinlega að vera brigðular. Áður en lengra er haldið væri gott að hyggja nokkuð að þeim forsend- um sem ég geng út frá í þessari grein. Ég skilgreini „bókmenntatúlkun“ sem „kenningu um inntak skáldverks eða a.m.k. einhverra mikilsverða hlið þess“. Þessar kenningar eru gjarnan eins konar tilraunir til að af- kóða dulkóða, ráða dulrúnir. Ég gef mér þá forsendu að túlkun sé nauð- synleg leið til skilnings á bókmenntaverki en læt hjá líða að svara þeirri spurningu hvort hugtökin túlkun og skilningur séu samofin. Ennfremur geng ég út frá þeirri forsendu að T sé túlkun á bókmenntaverki þá og því aðeins að T sé meira en einber lýsing á verkinu eða túlkun á orðanna hljóðan.6 Vissulega er lítið spunnið í túlkanir á Hávamálum nema túl- kendur viti hvernig túlka ber orðið „snotr“ í textanum. En slík túlkun gæti fullt eins verið liður í „fílólógískri“ túlkun, hún þarf ekki að vera þáttur í bókmenntatúlkun. Að öðru leyti geri ég ráð fyrir að túlkanir geti verið margháttaðar, „í húsi fóður míns eru margar vistarverur“. Engin lög kveða á um að túlkanir hljóti að vera hreinestetískar eða geti verið að einhverju leyti siðferðilegar eða pólitískar (þess vegna er skilgreining mín á túlkun svona víð). Við túlkum Hrafnkötlu ef við segjum sál henn- ar vera „skömm er óhófs æfi“ og prjónum við þá staðhæfingu. Að kalla Hamlet „fyrsta nútímamanninn“ er liður í túlkun á stykkinu og sama gildir um þá staðhæfingu að háaloftið í Villiönd Ibsens sé „tákn fyrir undirvitundina“. Slíkar staðhæfingar verður að rökstyðja með einhveij- um hætti, gjarnan með því að vísa til meintra eiginda textans, oft í formi beinna tilvitnana.7 Þá skulum við líta á það sem koma skal í greininni. Ég tek undirdeild- 6 Að lýsa verki getur falist í því að rekja söguþráð skáldsögu eða leikrits. Við mun- um sjá síðar að ekki er hægt að draga skarpa markalínu milli lýsingar og túlk- unar. 7 Takið eftir að ég útiloka ekki að rökstyðja megi túlkun með tilvísun til ætlana höfundar eða til bókmenntasögunnar enda boða ég fjölhyggju um túlkanir og þar af leiðandi fjölhyggju um rökstuðning við túlkanir. 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.