Hugur - 01.01.2002, Síða 65

Hugur - 01.01.2002, Síða 65
„Sálin í Hrafnkötlu Hugur gagnrýnir þá sem segja að lesendur nánast skapi textana og syngi hver með sínu eigin nefí, söngva sem séu ósammælanlegir. Rök Davidsons geri slíkar hugmyndir fáránlegar. Og ekki bætir úr skák að afstæðissinn- ar tala annars vegar eins og ekki sé til hlutlæg túlkun á bókmenntatext- um, hins vegar eins og skilja megi túlkanirnar sjálfar án erfiðleika. Er þá von að menn spyrji hvernig afstæðissinnar geti vitað að bókmennta- túlkanir hafi þann eiginleika að vera eins konar skáldskapur. Eru ekki þeirra eigin túlkanir á bókmenntatúlkunum luktar inni í einhvern túlk- unarheim og ósammælanlegar við aðrar túlkanir? Þannig falla róttækir afstæðishyggjumenn á eigin bragði, segir Dasenbrock.16 Ég er sammála þeim félögum í megindráttum þó ég telji að Davidson kasti barninu út með baðvatninu án þess að ég hyggist fara nánar út í þá sálma.17 í stað þess ætla ég að reyna að kveða efahyggju um mál- skilning í kútinn en eins og við sáum hefur Davidson lagt sitt af mörk- um til þess kveðskapar. Tekið skal fram áður en lengra er haldið að ég ræði hér aðeins um skilning okkar á máli. Ég læt hjá líða að svara þeirri spurningu hvort greina beri skarplega milli skilnings (þ. Sinn) og þýðingar (þ. Bedeutung) og hvort sú síðastnefnda sé sá grundvöllur sem allur skilningur hvílir á. Efi og málskilningur Efasinnar um málskilning halda því fram að túlkun yrðinga almennt, ekki aðeins fagurbókmennta, sé afstæð eða huglæg. Jacques Derrida er fulltrúi slíkra sjónarmiða. Hann leikur sér að þeirri staðreynd að lat- neska orðið „differere" er tvírætt með svipuðum hætti og íslenska sögn- in „að skilja“. „Differere“ þýðir sem sagt bæði að skilja og að aðgreina. Derrida telur eins og svissneski málvísundurinn Ferdinand de Saussure að merking orða ráðist af tengslum þeirra við önnur orð. Orðið „dagur“ hefur enga merkingu nema sem andstæða „nætur“. Bæði orðin eru svo merkingarvana án tilvísunar til orða á borð við „dægur“ eða „sólarhring- ur“. Merking síðastnefndu orðanna ræðst aftur af tengslum þeirra við enn önnur orð og svo koll af kolli, merking orða ræðst af heild tengsla þeirra við önnur orð. Tengslanetið er óendanlega stórt, því jafnvel merk- ing orðanna á hugsuðum jaðri netsins hlýtur að ráðast af tengslum 16 Reed Way Dasenbrock: „Do We Write the Texts We Read?“, Dasenbrock (ritstj.): Literary Theory after Davidson (University Park: Pennsylvania State Uni. Press, 1993) bls. 18-36. 17 Gagnrýni mína á Davidson má finna í Stefán Snævarr 1999, Minerva and the Muses, bls. 76. 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.