Hugur - 01.01.2002, Side 74

Hugur - 01.01.2002, Side 74
Hugur Stefán Snævarr Við höfum slegið tvær flugur í einu höggi, fundið skýringu á því hvers vegna túlkanir virðast stangast á og séð um leið að þær eru sannleikan- um háðar, beint eða óbeint. Þá er að leita skýringar á því hvers vegna þær eru oft spekúlatífar og loftkenndar. Við þurfum þeirrar skýringar með því efasinnar gera sér mat úr þessari staðreynd og segja hana sýna að túlkun á bókmenntum geti ekki verið vísindi. Við þessu hefur kanad- íski heimspekingurinn Paisley Livingston svar á reiðum höndum. Hann segir að bókmenntafræðingar spyrji einfaldlega of stórra spurninga (Hver er sálin í Hrafnkötlu?; Fjallar Hamlet um Ödipusarduld?). Ef raunvísindamenn hefðu spurt álíka háfleygra spurninga værum við enn á steinaldarstigi hvað þekkingu á náttúrunni varðar. Þessu til sanninda- merkis nefnir Livingston athyglisverða tilraun sem gerð var vestra. Hópi manna var sýnt úrverk og skipað að lýsa þessu kerfi. Svörin sem menn gáfu voru innbyrðis mjög ólík og svifu flest í lausu lofti. Gagnstætt þessu spyrja tæknifræðingar venjulega mjög hlutstæðra (konkret) spurninga um svona tæki og fá handföst svör. Að mati Livingstons er það að spyrja almennt hvernig tiltekið kerfi sé álíka fáránlegt og að biðja um kort af Danmörku sem hvorki sé vegakort né jarðfræðikort heldur hið eina sanna kort af Danmörku. Sá sem biður um slíkt kort skilur ekki að kort eru gerð frá einhverju sjónarmiði með tiltekin markmið í huga, t.d. þeim að greiða götur bílstjóra. Samt eru til mælikvarðar á gæði slíkra korta, t.d. er kort sem sýnir að brú er milli Esbjerg og Kaupmannahafn- ar gallað af þeirri einfóldu ástæðu að slík brú ekki til. Að breyttu breyt- anda gildir slíkt hið sama um vísindin, jafnt náttúruvísindi sem bók- menntafræði. Bókmenntafræðingar ættu því að venja sig af að spyrja stórra spurninga heldur láta sér nægja spurningar á borð við „hvað seg- ir texti X um umræðuefni Y með tilliti til Z?“.39 Niðurstaða mín er þá sú að túlkanir geti vel verið margháttaðar, til dæmis skáldlegar og uppfærslukyns, án þess að vera óskynsamlegar. Þær þurfa ekki að vera loftkyns, enda eru þær með einum eða öðrum hætti bandingjar sannleikans. Fjölhyggja er tvímælalaust skárri kostur en efahyggja. Fölur eldur, í lokin Eins og ég gaf í skyn hefur Livingston nokkuð til síns máls og hyggst ég nú fylgja ábendingum hans í túlkun á ákveðnu skáldriti, beina sjónum mínum að vissum hliðum verksins og fara varlega í alhæfingar. Jafn- 39 Paisley Livingston: Literary Knowledge (Ithaca og London: Cornell University Press, 1988) bls. 200-267. 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.