Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 75
,Sálin í Hrafnkötlu
Hugur
framt hyggst ég nota túlkunina til að „illústrera“ gagnrýni mína á efa-
hyggjuna og efla hana rökum.
Ein frægasta bók Vladimir Nabokovs heitir Pale Fire og er undarleg
blanda af skáldsögu og ljóði. Þungamiðja ritsins er ljóðabálkur sem á að
vera eftir John nokkurn Shade og er ljóðið gefið út af nágranna hans að
skáldinu látnu. Útgefenda er mikið í mun að sanna að eiginlega fjalli
ljóðið um landið Zemblu, föðurland útgefenda, þótt fátt eða ekkert bendi
til að svo sé (sjálfur les ég bók Nabokovs sem háð um oftúlkunardellu
bókmenntafræðinga en kannski er það mín oftúlkun!). Saga Zemblu er
svo fólgin í neðanmálsgreinum útgefenda sem eiga að vera túlkanir á
kvæðinu.
Eins og nær má geta hafa bókmenntafræðingar haft ærin starfa við að
túlka bók Nabokovs. Túlkendur benda á að stöðugt er gefið í skyn að sag-
an sé hugarburður, skáldið heitir jú Shade, skuggi, og yrkir með svofelld-
um hætti:
I was the shadow of a waxwing slain
By the false azure of the windowpane;40
Auk þessa vekur nafnið Zembla hugtengsl við orðið „resemblance", segja
túlkendur. Þeir gera sér líka mat úr þeirri staðreynd að Zembla á að vera
nágrannaríki Sovétríkjanna og lendir undir járnhæl þeirra eftir valda-
rán kommúnista. í ofan á lag ku zemlja þýða „land“ eða ,jörð“ á rúss-
nesku en sú staðreynd gæti styrkt þá tilgátu að Zembla sé slavneskt
land og granni Sovétríkjanna.41 En bandaríski rithöfundurinn Mary
McCarthy segir að Zembla hafi líka eiginleika sem tengjast norðurslóð-
um.42 í fyrsta lagi minnir nafnið Zembla á nafn eyjarinnar Novaja Zeml-
ja í Norður-íshafinu, í öðru lagi jrrkir Alexander Pope um eyjuna Zembla
„in the fabulous north“.43 Hér lætur McCarthy staðar numið og vinnur
ekki frekar úr „norðurtilgátunni um Zemblu“. En tilgátan er kannski
máttugri en bandaríska skáldkonan skildi. I fyrsta lagi segir í Pale Fire
að „Konungsskugg-sio“ (Konungsskuggsjá) sé talin ein af helstu perlum
40 Nabokov: Pale Fire (London: Corgi Books, 1962) bls. 35. Tengja mætti „false
azure“ við „false assurance". Bókin er full af slíkum „assjúrönsum“!
41 Ég þakka Jóni ritstjóra Ólafssyni fyrir að benda mér á merkingu „zemlja“.
42 Nefna má að Rorty hefur líka fjallað um þessa bók en beint sjónum sínum að öðr-
um hliðum hennar en McCarthy. Hann veltir aðalsöguhetjunum fyrir sér og spyr
hvort bókin getur hjálpað okkur að varast grimmd. Rorty er við sama heygarðs-
homið, notkun og túlkun eru samofin. Hvað sem því líður þá leikur hann annan
túlkunarleik en McCarthy. Rorty (1989), bls. 141-168.
43 McCarthy: „A Bolt from the Blue“, The Writing on the Wall (Harmondsworth:
Penguin, 1969) bls. 24—25.
73