Hugur - 01.01.2002, Side 81
Siðfræði í skólum
Hugur
að verða skammt milli þess að fræða nemendur og að innræta þeim til-
tekið gildismat.
Núgildandi lög um grunn- og framhaldsskóla kveða á um að þeir skuli
ekki bara veita „hlutlausa“ fræðslu. Þeir hafi líka markmið sem tengjast
siðferði nemenda með beinni hætti. í lögum um grunnskóla (nr. 66 frá
1995) segir:
2. gr. Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa
nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri
þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi,
kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja
nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og um-
hverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyld-
um einstaklingsins við samfélagið.
Og í lögum um framhaldsskóla (nr. 80 frá 1996) stendur:
2. gr. Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra
nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan
þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir
störf í atvinnulífinu og frekara nám.
Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni,
frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í
öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun,
kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til
stöðugrar þekkingarleitar.
Hér er beinlínis kveðið á um að skólarnir skuli temja nemendum siðferði-
lega kosti eins og ábyrgðarkennd, víðsýni og umburðarljmdi. Þessir kost-
ir eru að vísu nátengdir hæfni til að tileinka sér námsefni í ótal greinum.
Menn skilja ekki kenningar og fræðilegar bollaleggingar nema þeir séu
reiðubúnir til að opna hug sinn fyrir þeim og leggja þær á sömu vogar-
skálar og skoðanir sem þeim eru löngu tamar án þess að halla réttu máli.
Umburðarlyndi og víðsýni eru því að einhverju leyti forsendur þess að
nemendur geti skilið kenningar sem veita aðra sýn á veruleikann en
þeim er töm. Af lögum (og námskrám menntamálaráðuneytisins) má enn-
fremur skilja að skólunum sé ætlað víðtækara hlutverk við siðferðilegt
uppeldi en að innræta nemendum það lágmark sem þarf til að innihald
79