Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 84

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 84
Hugur Atli Harðarson greina. Heimspekingar reyndu að sjá ágreininginn í víðara samhengi, komast að kjarna málsins. Niðurstöður þeirra byggðust oftast á grein- ingu hugtaka (eins og náttúrulögmál, sannleikur, líkindi) en þeim var samt ætlað annað og meira hlutverk en að varpa ljósi á störf vísinda- manna. Þær áttu að skera úr um hvað væru réttnefnd vísindi og hvað ekki. Heimspekingarnir voru hér í hlutverki löggjafa og dómara. Það er ekki útilokað að heimspekileg greining á hugtökum eins og náttúrulög- mál, sannleikur og líkindi leiði í ljós að lögmál af einhveiju tagi séu aldrei svo mikið sem líkleg og hvað þá sönn. Heimspekingar eiga stund- um erindi í dómarasæti þótt meginhlutverk þeirra sé að túlka, gagnrýna, greina og skýra. í framhaldsskólum eru nemendum kennd ýmis vísindi. Eigi að leggja rækt við gagnrýna afstöðu til vísindanna er eðlilegt að þeirri kennslu fylgi einhver umræða um vísindalegar aðferðir. Sé tekið að rökræða þessar aðferðir eru líkur á að umræðan endi í einhvers konar vísinda- heimspeki og þá skiptir máli að kennarinn hafi eitthvert vit á efninu. Mér finnst eðlilegt að álykta af þessu að æskilegt sé að a.m.k. hluti af kennurum sem kenna raunvísindi og félagsvísindi á framhaldsskólastigi kunni eitthvað fyrir sér í vísindaheimspeki. En það væri samt allt of langt gengið að ætla vísindaheimspeki eitthvert forystuhlutverk í kennslu raunvísinda og samfélagsgreina. Siðfræðin tengist siðferðinu með svipuðum hætti og vísindaheimspek- in tengist vísindunum. Siðfræðingar greina hugtök eins og réttlæti, frelsi, farsæld. Þeir rannsaka og rökræða kenningar um hvernig lífinu verði best lifað og leiða í ljós mótsagnir í hugmyndum manna um sið- ferðileg efni. Stundum setjast þeir líka í sæti löggjafa eða dómara. Rökræður um siðferðileg efni, eins og þær sem sprottið geta af lestri skáldverka, gera yfirleitt ráð fyrir sameiginlegum skilningi á hugtökum sem notuð eru. En þegar djúpstæður ágreiningur rís eða umræðan lend- ir í ógöngum þá þarf að huga nákvæmlega að hugtakanotkun, beita heimspekilegri rannsókn til að leiða í ljós mótsagnir eða eyða ágreiningi með því að sýna fram á að hann byggist á misskilningi. Eigi einhverjar námsgreinar (bókmenntir, lífsleikni eða samfélags- greinar) að vera vettvangur fyrir gagnrýna umræðu um siðferðileg efni þá má gera ráð fyrir að þar sé a.m.k. stundum þörf fyrir kennara sem hefur æfingu í heimspekilegri siðfræði. Með þessu er ekki sagt að gagnrýnin umræða um siðferðileg álitamál sé ævinlega á heimspekileg- um nótum. Þótt siðfræði sé ein grein heimspeki hafa heimspekingar eng- an einkarétt á umræðu um siðferðileg efni. Heilsufræði, hagfræði og sál- arfræði fjalla hver með sínum hætti um mannlega heill og mörg siðferði- leg álitamál verða ekki leidd til lykta án þess að stuðst sé við niðurstöð- 82 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.